Tíu milljarða tap á Rússabanni

Verð fyrir makríl til manneldis hefur lækkað mjög frá því …
Verð fyrir makríl til manneldis hefur lækkað mjög frá því sem það var fyrir tveimur árum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Áætla má að tap af viðskiptabanni Rússa á sjávarafurðir frá Íslandi hafi verið hátt í tíu milljarðar króna fyrsta ár bannsins, en það var sett á í ágúst í fyrra. Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood, metur áhrifin á manneldisvinnsluna þannig að fimm milljarðar hafi tapast í makríl, rúmir þrír milljarðar í loðnu, 1,5 milljarðar í sjófrystum karfa og 150 milljónir í gulllaxi, sem er ekki veigamikil tegund í þessu samhengi. Tíu milljarðar er nokkru lægri upphæð en óttast var í upphafi að viðskiptabannið hefði í för með sér.

Teitur var meðal frummælenda á sjávarútvegssráðstefnunni í gær og fjallaði um áhrif viðskiptabannsins á fiskútflutning frá Íslandi. Þar kom fram að í ár hafa fengist að meðaltali 138 krónur fob fyrir kíló af makríl, í fyrra fengust 149 krónur og árið 2014, sem var síðasta heila árið fyrir Rússabann, fékkst 181 króna fyrir kíló af makríl.

Rúmlega 40 krónum minna hefur því fengist fyrir makrílinn í ár heldur en fyrir tveimur árum. Miðað við framleiðslu upp á um 100 þúsund tonn nemur verðtapið á fimmta milljarð króna.

Búið að flytja út innan við helming makrílaflans

Teitur segir í samtali við Morgunblaðið að nýjustu tölur um útflutning séu til loka septembermánaðar og þá hafi verið búið að flytja út innan við helming vertíðaraflans. Það komi ekki í ljós fyrr en útflutningi frá vertíðinni lýkur hvað tapið sé í raun mikið, en upplýsingar sem nú liggja fyrir bendi til að verð fyrir makríl hafi gefið verulega eftir. Í ár hefur mikið af makríl farið til landa í Asíu og Afríku.

Segja megi á móti að þetta séu ekki með öllu glataðir peningar af því að t.d. hafi talsvert af makríl farið í bræðslu og meira en árin á undan, en Teitur segir að það geti ekki verið takmark að bræða makrílinn. Verðmæti fáist líka fyrir loðnumjöl og lýsi upp í tapið í manneldisvinnslunni, en starfsfólk á sjó og í landi sem hafi haft mikla atvinnu af frystingunni missi spón úr sínum aski.

Offramboð á loðnu í öðrum löndum A-Evrópu

Teitur segir það mjög alvarlegt að missa með öllu markaði fyrir frysta loðnu í Rússlandi. Það hafi leitt til offramboðs á öðrum mörkuðum í Austur-Evrópu og gert loðnuna verðlitla þar, þannig að segja megi að þeir markaðir hafi tapast. Þá hafi menn líka óttast að verðfall yrði á loðnuhrognum, en það hafi hins vegar ekki orðið. Upphafskvóti hefur ekki verið gefinn út fyrir loðnuveiðar í vetur og mikil óvissa er um hvort loðnuveiðar verða yfirleitt leyfðar.

Verðmæti fyrir sjófrystan karfa hafi lækkað verulega og þar hefur í raun ekkert komið í staðinn fyrir Rússlandsmarkað.

Áhrif á síldarverð eru óviss, að sögn Teits. Til þessa hafi þau verið nánast engin þar sem kvótar hafi verið litlir síðustu ár. Leiða megi líkur að því að þegar kvótar fyrir síld aukast strax á næsta ári muni verð á síld lækka mun hraðar heldur en það hefði gert ef Rússlandsmarkaður hefði verið opinn.

Svartsýnn á ástandið á Nígeríumarkaði

Teitur segir að vandamálið sé ekki að losna við makrílinn, heldur verðin sem fáist fyrir afurðirnar. Vandinn snúi að því að Rússlandsmarkaður sé lokaður og markaðurinn í Nígeríu sé einnig ónýtur, en þetta voru helstu markaðslönd fyrir frystan makríl héðan.

Markaður sé fyrir hendi í Nígeríu, en kaupendur þar eiga erfitt með að fá gjaldeyri til að borga fyrir fisk. Teitur segist svartsýnn fyrir hönd Nígeríu og næran, gjaldmiðill landsins, gæti lækkað enn frekar. Mörg ár gæti tekið að vinda ofan af óstjórn Goodluck Jonathans, forseta landsins.

Ekki trúaður á lausn í bráð

Teitur segir ekki hafa trú á að viðskiptaþvingunum Rússa verði aflétt á næstu misserum. „Þessar viðskiptaþvinganir eru tengdar deilunum í Úkraínu, um innlimun Krímskaga í Rússland, og þeim svæðum í Austur-Úkraínu sem eru undir stjórn uppreisnarmanna.

Meðan þessi mál eru ekki leyst þá munu hvorki Evrópa né Rússar létta sínum þvingunum. Evrópa varð fyrri til að setja á þvinganir og verður því að taka þær í burtu áður en Rússar hreyfa sig. Þannig held ég að þetta gangi fyrir sig. Ég hef ekki nokkra trú á að þarna finnist lausn á allra næstu árum,“ segir Teitur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,34 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 1.856 kg
Ufsi 30 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 4 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.904 kg
19.9.24 Sara ÍS 186 Annað - Hvað
Ýsa 539 kg
Þorskur 131 kg
Samtals 670 kg
19.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 1.997 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 2.066 kg
19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,34 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 1.856 kg
Ufsi 30 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 4 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.904 kg
19.9.24 Sara ÍS 186 Annað - Hvað
Ýsa 539 kg
Þorskur 131 kg
Samtals 670 kg
19.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 1.997 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 2.066 kg
19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg

Skoða allar landanir »