Markmiðið að lágmarka slysahættu

Snæfríður Einarsdóttir er vélstjóri og fyrrum sjómaður, og gegnir nú …
Snæfríður Einarsdóttir er vélstjóri og fyrrum sjómaður, og gegnir nú stöðu öryggisstjóra HB Granda. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Auknar kröfur í öryggismálum sjómanna hafa litið dagsins ljós undanfarin misseri og ár, enda  finnast fáir þeir staðir hér á landi sem talist gætu hættulegri en hafið. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni að útgerðir landsins séu farnar að taka öryggismál sjómanna föstum tökum og leggja vinnu og metnað í að gera þau mál sem best úr garði.

Í febrúar á þessu ári var skipað í nýja stöðu öryggisstjóra hjá einu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, HB Granda. Öryggisstjóri heyrir beint undir forstjóra og markmið hans er að samræma öryggis- og vinnuverndarmál á vinnustöðvum HB Granda og lækka slysatíðni. Til starfsins var fengin J. Snæfríður Einarsdóttir. 

Snæfríður sem er fædd og uppalin á Vopnafirði er vélstjóri með sveinspróf í vélvirkjun, BA-próf í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og lauk nú í sumar meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún hefur verið til sjós, unnið í smiðju, starfað í virkjun og hjá Vinnueftirlitinu, svo fátt eitt sé nefnt.

Margar og ólíkar starfsstöðvar

„Mitt hlutverk er í grunninn að ná ákveðinni samræmingu. Fyrirtækið hefur stækkað hratt og mitt starf felst í að samræma öryggismál á sjó og í landi og milli starfsstöðva. HB Grandi er stórt fyrirtæki með yfir 900 starfsmenn, níu skip, bolfiskvinnslu á Norðurgarði í Reykjavík, fimm starfsstöðvar á Akranesi og verða fljótlega orðnar þrjár á Vopnafirði, svo þetta eru margar og ólíkar starfsstöðvar,“ segir Snæfríður.

Snæfríður segir markmið HB Granda í öryggismálum skýrt; það sé að búa starfsmönnum okkar öruggt vinnuumhverfi og lágmarka slysahættu. Til að byrja með sé áherslan lögð á að virkja áhættumatið sem úrbótaverkfæri. „Áhættumötin hafa verið til í talsverðan tíma en verkefnið okkar núna er að gera þau virkari; fá fleiri til að taka þátt, taka ábyrgð og vera vakandi fyrir hættum sem leynast í kringum okkur. Við ætlum að sameinast um verkefnið með virkri þátttöku stjórnenda.“

Betri vinnuaðstaða í nýju skipunum

Eins og sjómenn vita er stundum erfitt að athafna sig í lestum eldri skipa við að raða í kör og annað slíkt, og allt sem heitir erfiðar vinnuaðstæður er síst til þess fallið að auka öryggi viðkomandi starfsmanna.

„Við erum að endurnýja hluta af ísfiskskipunum okkar þar sem vinnuaðstaða sjómanna mun batna til muna, til dæmis í lestunum,“ segir hún.

„Við smíði nýju skipanna hafa menn verið að horfa til öryggismálanna sérstaklega, svo við teljum að vinnuaðstaða sjómanna muni batna til muna þegar þau verða komin í gagnið hjá okkur,“ bætir Snæfríður við.

Öryggisfræðsla og heilsuvernd

Það er lögbundin skylda allra sjómanna hérlendis að sækja Slysavarnaskóla sjómanna. Sjó­menn hafa verið skyldug­ir til að ljúka nám­skeiði Slysa­varna­skól­ans síðan 1997. Árið 2003 kom síðan sú viðbót að gerð er krafa um end­ur­mennt­un á fimm ára fresti. Um ára­mót­in taka svo gildi nýj­ar alþjóðleg­ar regl­ur sem kveða á um skyldu til auk­inn­ar end­ur­mennt­un­ar.

Þar læra sjómenn sjó­björg­un, eld­varn­ir, skyndi­hjálp og ör­ygg­is­mál. Um borð í skóla­skip­inu Sæ­björgu er full­kom­in kennsluaðstaða, bæði til bók­legr­ar kennslu og verk­legra æf­inga. Komi til elds­voða til sjós er ljóst að erfitt kann að reyn­ast að forða sér af vett­vangi, og því er áhersla lögð á kennslu í notk­un búnaðar til slökkvistarfa. Verk­leg­ar eld­varn­aræf­ing­ar eru haldn­ar á þar til gerðu æf­inga­svæði rétt utan við Reykja­vík og þá er full­kom­in aðstaða til reykköf­un­aræf­inga um borð í Sæ­björgu.

Öllu starfsfólki HB Granda stendur til boða að fara í heilsufarsskoðun einu sinni á ári, en þar að auki fara sjómenn í nánari skoðun annað hvert ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,95 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,59 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,95 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,59 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »