Samstöðufundur á Austurvelli kl. 16

Sjómenn blása til samstöðufundar til stuðnings fiskvinnslustéttinni kl. 16 í …
Sjómenn blása til samstöðufundar til stuðnings fiskvinnslustéttinni kl. 16 í dag á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjómenn segjast gríðarlega ósáttir með þær fregnir að yfir þúsund manns hafi verið sagt upp í fiskvinnslum landsins og hafa blásið til samstöðufundar sjómanna og fiskvinnslufólks á Austurvelli kl. 16 í dag.

Þórólfur Júlían Dagsson, sjómaður og einn skipuleggjenda fundarins, segir nýlegar fregnir af uppsögnum fiskverkunarfólks vera slæmar. Að því hafi verið látið liggja í fjölmiðlum að uppsagnirnar séu sjómönnum að kenna og menn séu ósáttir við það.

„Þess vegna vildum við boða til þessa fundar og sýna samstöðu sjómanna og fiskvinnslufólks. Okkar störf fara hönd í hönd og við stöndum saman,“ segir Þórólfur.

Fundurinn hefst á Austurvelli kl. 16 í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun halda tölu fyrir fundargesti. Þá mun Blaz Roca troða upp og einnig hefur Kilo boðað komu sína. Þórólfur hvetur alla til að mæta til að „styðja við bakið á hryggjarstykki íslensks sjávarútvegs“.

Blaz Roca treður upp á fundinum.
Blaz Roca treður upp á fundinum. mbl.is/Þorvaldur Arnarsson

Sjá frétt: Eiga að fá mannsæmandi laun

„Hvar er réttlætið í því?“

Þórólfur segir að höfuðkröfur sjómanna í tengslum við gerð nýs kjarasamnings séu olíuverðsviðmiðið, nýsmíðaálagið og fiskverðið.

„Menn eru ekki sáttir með Verðlagsstofuverðið og réttilega svo. Menn sem eru að vinna sömu störf á öðru skipi en landa sínum afla á markað fá 20% hærra verð fyrir aflann og þar af leiðandi 20% hærri laun. Hvar er réttlætið í því?“ spyr hann.

„Svo er það nýsmíðaálagið. Tökum bara sjómann sem er á nýlegu skipi og landar afla í vinnslu útgerðarinnar – hann þarf að greiða útgerðinni 10% af sínum launum í nýsmíðaálag og sætta sig svo við 20% lægra verð fyrir aflann. Þarna er frádrátturinn orðinn verulegur,“ bætir Þórólfur við.

Ættu læknar að greiða nýjan spítala?

Spurður að því hvernig viðhorf sjómanna almennt til samningaviðræðnanna sé, segir Þórólfur miklar breytingar þurfa að verða frá síðasta samningi til að menn sjái sér fært að samþykkja nýjan kjarasamning.

„Sjómenn eru harðir á því að það verði breyting á nýsmíðaálaginu, olíuverðinu og fiskverðinu. Það yrði aldrei liðið hjá neinni annarri starfsstétt að sæta þessum frádrætti. Geturðu ímyndað þér að ráðherra yrði sáttur við það að þurfa að greiða 10% af launum sínum til baka vegna þess að hann fékk nýjan ráðherrabíl? Eða strætóbílstjóri? Eða læknar og hjúkrunarfólk að þurfa að greiða 10% af sínum launum til kaupa á nýjum tækjum eða byggingu spítala? Það myndi enginn taka þetta í mál og við ætlum ekki að gera það heldur,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »