Sjávarútvegur og flugvellir

Fundargestir hlýða á erindi um tengsl flugsamgangna og íslensks sjávarútvegs.
Fundargestir hlýða á erindi um tengsl flugsamgangna og íslensks sjávarútvegs. Mynd frá Isavia.

Isavia og Kadeco héldu á dögunum opinn fund í Hljómahöll í Reykjanesbæ þar sem til umræðu voru tækifæri til atvinnuuppbyggingar í sjávarútvegi á nærsvæði Keflavíkurflugvallar.

Keflavíkurflugvöllur er sem hluti af flutningakerfinu til og frá landinu í lykilhlutverki þegar kemur að áframhaldandi þróun og vexti í útflutningi ferskra sjávarafurða horft til framtíðar. Þannig er Keflavíkurflugvöllur mjög mikilvægur hlekkur í tveimur stærstu gjaldeyrisskapandi greinum landsins, ferðaþjónustu og sjávarútvegi, segir í fréttatilkynningu um málið.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, opnaði fundinn og fór yfir þróunina sem orðið hefur á vöruflutningum með flugi frá Keflavíkurflugvelli og aukinn flutning á ferskum fiski beint á markað á þeim fjölmörgu áfangastöðum sem flogið er beint til frá Keflavíkurflugvelli.

Nálægð við flugvelli mikilvæg

Í samantekt um helstu niðurstöður fundarins sagði Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, að eins og þekkt væri erlendis kæmi stór hluti af hagvexti þjóða til af þeim ólíku starfsgreinum sem nýttu sér nálægð við flugvelli. Góðar tengingar væru nauðsynlegur hluti af nútíma alþjóðaviðskiptum. Hraði og sveigjanleiki skiptu sífellt meira máli. Þetta væri augljóst af þeim virðisauka sem skapast hefði af ferskfiskútflutningi, þar sem hægt væri að bregðast við kröfum markaðarins hverju sinni, jafnvel samdægurs. Sá virðisauki myndi ekki skapast nyti flugsins ekki við. Þær óvenjugóðu flugtengingar sem Íslendingar byggju við gjörbreyttu í raun landfræðilegri stöðu okkar.

Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, kynnti niðurstöður rits sem ber yfirskriftina Verstöðin Ísland – Hagræðing og landfræðileg samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi 1993-2013.

Bjarki fjallaði um þær breytingar sem orðið hafa í íslenskum sjávarútvegi síðasta aldarfjórðunginn með sérstakri áherslu á þá hagræðingu og landfræðilegu samþjöppun sem einkennt hefur fiskvinnsluna á Íslandi frá upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hann sýndi hversu mikill hluti botnfiskverkunar hefur togast í átt að suðvesturhorni landsins og tengdi það meðal annars við útflutning á ferskum fiski um Keflavíkurflugvöll. Að sama skapi hefur verkun uppsjávarfisks að miklu leyti færst á Austurlandið. Bjarki sagði nú mikilvægara að vera nálægt neytandanum heldur en auðlindinni hvað sjávarútveginn varðar. Það fengist meðal annars með því að vera nálægt mikilvægustu flutningaleiðunum.

Verstöðin Ísland er aðgengileg á vef Sjávarklasans, http://www.sjavarklasinn.is/wp-content/uploads/2016/11/Verstodin-Island-Oktober-2016.pdf

Staðsetning landsins lykilatriði

Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, hélt erindi undir yfirskriftinni Fiskur á flugi – tækifæri og þróun. Hann talaði um mikilvægi Keflavíkurflugvallar og lýsti því hvernig staðsetning Íslands væri í lykilhlutverki fyrir sjávarútveginn, mitt á milli tveggja markaðssvæða.

Dr. Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greiningar hjá Markó Partners, veitti innsýn í markaði og þróun í útflutningi á ferskum fiski. Jón fór yfir markaðina og sagði stærstu kaupendur á ferskum þorskflökum og bitum vera Frakkland, Bandaríkin, Bretland og Belgíu.

Jón sagði mikla virðisaukningu í ferskum fiski sem fluttur er út og að framleiðendur á Íslandi hefðu mikla þekkingu á markaðnum og tækni til vöruþróunar. Með vinnslutækni nútímans væri til dæmis hægt að skera fiskinn sérstaklega fyrir hvert markaðssvæði nákvæmlega eftir kröfum viðskiptavinanna á hverjum stað. Jón var sammála því að mikil tækifæri lægju í fiskeldi og taldi að ef allar beiðnir sem nú hafa komið fram um fiskeldi yrðu samþykktar yrði útflutningur á eldisfiski um 40-50 þúsund tonn eftir fimm ár.

Markaðssvæðum fjölgar með fjölgun flugleiða

Birgir Össurarson, sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood, fjallaði um mikilvægi flugsins fyrir útflutning á ferskum fiski. Fram kom í framsögu Birgis að Ice Fresh Seafood, sem er í eigu Samherja, ynni að markaðssetningu á fiski Samherja og meginafurðirnar væru þorskur, lax og bleikja.

Hann sagði það jákvætt að Samherji hefði alla virðiskeðjuna þar til varan færi í flug og hann sagði flugið gríðarlega mikilvægt og skipta sköpum varðandi það að koma hágæðavöru á markað.

Sagði Birgir markaðssvæðum fjölga í takt við fjölgun heilsársflugleiða frá Keflavíkurflugvelli og að það væri í raun farþegaflugið sem byggi til þessa nýju markaði fyrir sjávarútveginn. Þannig ynnu ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn fullkomlega saman í að stórauka útflutningstekjur þjóðarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,41 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 276,57 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg
19.9.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Þorskur 25.059 kg
Ýsa 19.310 kg
Ufsi 479 kg
Karfi 114 kg
Samtals 44.962 kg
19.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 924 kg
Ýsa 112 kg
Ufsi 68 kg
Skarkoli 17 kg
Karfi 9 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.140 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,41 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 276,57 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg
19.9.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Þorskur 25.059 kg
Ýsa 19.310 kg
Ufsi 479 kg
Karfi 114 kg
Samtals 44.962 kg
19.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 924 kg
Ýsa 112 kg
Ufsi 68 kg
Skarkoli 17 kg
Karfi 9 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.140 kg

Skoða allar landanir »