Vinnslustöðin fær ekki 500 milljónir

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gegn ríkinu vegna sérstaks veiðigjalds sem lagt var á fiskveiðiárið 2012-2013. Vinnslustöðin var dæmd til að greiða ríkinu tvær milljónir króna í málskostnað.

Ágreiningurinn laut að því hvort Vinnslustöðin ætti rétt á endurgreiðslu sérstaks veiðigjalds sem lagt hafði verið á vegna aflaheimilda og landaðs afla skipa.

Vinnslustöðin krafðist rúmlega 500 milljóna króna í endurgreiðslu frá ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af öllum kröfum Vinnslustöðvarinnar 25. janúar í fyrra.

Vinnslustöðin áfrýjaði málinu til Hæstaréttar, þar sem dómur héraðsdóms var staðfestur.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. Mbl.is/Golli

Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segist Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, sem flutti málið fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar vera mjög ósáttur við niðurstöðu Hæstaréttar.

„Ekki frekar en endranær þýðir að deila við dómarann þótt menn séu ósáttir við niðurstöðuna. Ég tel að rökstuðningur Hæstaréttar sé ekki sannfærandi í umfjöllun dómsins um að málefnaleg rök hafi legið að baki þeirri reglu að sumir megi draga frá álögðu veiðigjaldi fjármagnskostnað sem þeir hafa haft meðan aðrir mega það ekki. Fjármagnskostnaður vegna kaupa á aflaheimildum er frádráttarbær meðan annar fjármagnskostnaður er það ekki. Hvernig það fær samrýmst jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er mér hulið.

Í dóminum er sömuleiðis komist að þeirri niðurstöðu að hið sérstaka gjald hafi verið hóflegt og að löggjöfin um það hafi verið byggð á málefnalegum grunni. Ég er sem fyrr ósammála þessu mati Hæstaréttar og röksemdir sem fyrir þessu eru færðar duga ekki til að breyta minni skoðun um það. Vandamálið er þá það að dómurinn ræður en ekki ég!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,24 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,11 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,24 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,11 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »