Alls staðar horft til aukins fiskeldis

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson. mbl.is/Ómar

„Greinin er búin að festa hér rætur. Mikið hefur verið fjárfest til undirbúnings aukinnar framleiðslu á allra næstu árum. Í mínum huga er spurningin ekki hvort við ætlum að stunda fiskeldi heldur með hvaða hætti við gerum það,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva.

Einar bætir því við að fiskeldismenn vilji ekki að fiskeldi verði stundað hér öðruvísi en eftir ströngum reglum og skilyrðum, eins og gert sé ráð fyrir í lögum og reglugerðum. Nefnir hann að stórum hluta strandlengju landsins hafi verið lokað fyrir fiskeldi á árinu 2004 og því hafi þá verið almennt fagnað.

„Að mínu mati eru umhverfismálin stærsta áskorunin sem fyrirtækin standa frammi fyrir. Við verðum að bregðast við með trúverðugum hætti og ég tel að við séum að gera það. Fiskeldismenn hafa haft frumkvæði að því að innleiða heimsins ströngustu kröfur. Það eru hagsmunir greinarinnar að vel sé að öllu staðið. Sleppingar á laxi kosta fyrirtækin verulega fjármuni, ef til þeirra kemur. Sömuleiðis verða meiri átök um greinina ef hún vinnur ekki í sátt við umhverfið og það er slæmt fyrir allar atvinnugreinar,“ segir Einar.

Ómetanleg áhrif á byggðirnar

Hann er nýkominn heim af sjávarútvegssýningunni í Boston þar sem hann sótti einnig fund alþjóðasamtaka fiskeldis. „Það er augljóst hvert sem maður lítur og við hvern sem maður ræðir að stefna stjórnvalda vestanhafs og í Evrópu er hin sama: Aukið fiskeldi. Það var sömuleiðis mjög áberandi á sýningunni hvað laxinn er áberandi enda er hann orðinn stór hluti af framboði á fiski á heimsmarkaði.“

Einar hefur vakið máls á þýðingu fiskeldis fyrir þær byggðir sem verst standa. „Það hefur ómetanlega þýðingu fyrir byggðirnar. Það vill þannig til að þau svæði sem komin eru lengst í að afla leyfa og fyrirsjáanlegt er að muni byggjast upp á næstu árum, eru svæði sem hafa orðið fyrir barðinu á fólksfækkun og erfiðleikum. Reynslan frá Noregi, þar sem fiskeldið hefur verið að byggjast upp með ströndum landsins hefur fært okkur heim sanninn um að það er mjög til þess fallið að efla byggðina. Gleggsta dæmið höfum við á sunnanverðum Vestfjörðum, þar sem fiskeldið er komið lengst. Þar var um áratugi viðvarandi fólksfækkun. Þróunin hefur snúist við. Íbúaþróun á Vestfjörðum er langsamlega jákvæðust á sunnanverðum fjörðunum.

Fjölbreytt störf

Það er líka áhugavert sem fram kom á ráðstefnunni Strandbúnaði að þau verkefni sem unnin eru í fiskeldinu kalla á ákaflega fjölbreytt störf sem henta fólki með fagmenntun og framhalds- og háskólamenntun af ýmsu tagi og einnig ófaglærðum. Reynslan sýnir að störfin henta ekki síður konum en körlum,“ segir Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »