Varanleg undanþága ekki í boði

AFP

Ríki sem ganga í Evrópusambandið þurfa að gangast undir yfirstjórn Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum og sameiginlega sjávarútvegsstefnu þess. Einungis kann að vera í boði aðlögun að sáttmálum sambandsins í þeim efnum ef aðstæður réttlæta það.

Þetta kemur fram í bréfi sem Karmenu Vella, yfirmaður sjávarútvegsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ritaði Ian Duncan sem situr á Evrópuþinginu fyrir skoska íhaldsmenn. Með bréfinu vildi Duncan fá það staðfest að ef Skotland segði skilið við breska konungdæmið og sækti í framhaldinu um inngöngu í Evrópusambandið yrði landið að gangast undir sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins sem er illa séð af skoskum sjómönnum.

Ruth Davidson, leiðtogi skoskra íhaldsmanna, hefur sakað Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, um lítilsvirðingu gagnvart skoskum sjávarbyggðum með áformum sínum um skoskt sjálfstæði í ljósi svarbréfs Evrópusambandsins. Með þeim yrði sjávarútvegsmálum Skota áfram stýrt af sambandinu í gegnum sameiginlega sjávarútvegsstefnu þess þó Sturgeon héldi öðru fram.

Fram kom í bréfi Vella að skilyrðin fyrir inngöngu nýs ríkis inn í Evrópusambandið og aðlögun þess að sáttmálum sambandsins væru háð samþykki umsóknarríkisins og þeirra ríkja sem fyrir væru. Sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins bætti síðan við:

„Það verður hins vegar að árétta að varanleg undanþága frá málaflokki sem er háður fullri yfirstjórn [Evrópusambandsins] líkt og sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni gengur lengra en sú aðlögun að sáttmálunum sem einungis kann að vera réttlætanleg við inngöngu nýs aðildarríkis.“

Fjallað er um málið á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,30 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,09 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 2.780 kg
Skarkoli 89 kg
Rauðmagi 64 kg
Þorskur 45 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 2.988 kg
1.5.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.829 kg
Rauðmagi 35 kg
Skarkoli 29 kg
Þorskur 23 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.939 kg
1.5.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 1.067 kg
Þorskur 67 kg
Ufsi 58 kg
Samtals 1.192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,30 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,09 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 2.780 kg
Skarkoli 89 kg
Rauðmagi 64 kg
Þorskur 45 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 2.988 kg
1.5.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.829 kg
Rauðmagi 35 kg
Skarkoli 29 kg
Þorskur 23 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.939 kg
1.5.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 1.067 kg
Þorskur 67 kg
Ufsi 58 kg
Samtals 1.192 kg

Skoða allar landanir »