Brexit

May stenst fyrstu prófraunina í þinginu

Í gær, 19:41 Ríkisstjórn Theresu May stóðst sína fyrstu prófraun í dag þegar atkvæði voru greidd á breska þinginu um tillögu Verkamannaflokksins um að aflétta umdeildum aðhaldsaðgerðum. Íhaldsflokkurinn hafði fremur nauman sigur og felldi tillöguna með 323 atkvæðum gegn 309 en niðurstaðan endurspeglar nýja stöðu á þinginu í kjölfar kosninganna fyrr í mánuðinum. Meira »

Vilja ekki verða fórnarlömb May

í fyrradag Breskir ríkisborgarar búsettir í Evrópu óttast að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé reiðubúin til þess að fórna réttindum þeirra til að tryggja takmarkanir á aðflutningi ríkisborgara Evrópusambandsríkjanna til Bretlands í kjölfar Brexit. Meira »

Vilja fríverslun við Bretland

25.6. Japanar vilja hefja óformlegar fríverslunarviðræður við Bretland samhliða viðræðum sem verið hafa í gangi við Evrópusambandið undanfarin ár. Bretar eru á leið úr sambandinu en geta ekki hafið formlegar fríverslunarviðræður fyrr en af útgöngunni hefur orðið. Meira »

Vill ræða réttindi borgaranna

22.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun á fundi í Brussel kynna aðgerðir sem eiga að vernda réttindi íbúa Evrópusambandsins sem búsettir verða í landinu eftir að útganga þess úr ESB verður að fullu að veruleika. Meira »

Englandsdrottning kynnti áætlun ríkisstjórnar

21.6. Elísabet Englandsdrottning kynnti fyrir breska þinginu átta lagafrumvörp ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra, varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Meira »

Vilja fella bresku stjórnina

19.6. Þingmenn Verkamannaflokksins, Frjálslyndra demókrata og Skoska þjóðarflokksins ætla að taka höndum saman og reyna að fella ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, með því að leggja fram breytingatillögur við stefnu hennar sem kynnt verður í ræðu Elísabetar Bretadrottningar við þingsetningu á miðvikudaginn. Meira »

Sanngjarn samningur mögulegur

19.6. Bretland og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um forgangsmál formlegra viðræðna þeirra um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og tímaramma þeirra samkvæmt frétt AFP. Fyrsti fundur viðræðnanna fór fram í dag. Meira »

Hefja Brexit-viðræður á næstu vikum

10.6. Bretland áformar að hefja viðræður við Evrópusambandið um útgöngu sína á næstu vikum. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í dag. Meira »

Enginn með hreinan meirihluta

9.6. Ljóst er að enginn flokkur nær hreinum meirihluta eftir þingkosningarnar í Bretlandi. Talið er að Íhaldsflokkurinn fái 319 sæti á breska þinginu en árið 2015 voru sæti flokksins 331 talsins. Þar með nær flokkurinn ekki 326 sæta markinu sem myndi veita honum meirihluta. Meira »

Tapar Theresa May meirihluta sínum?

1.6. Hugsanlegt er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, missi meirihluta sinn í breska þinginu í þingkosningunum í Bretlandi sem fram fara eftir viku. Skoðanakannanir undanfarið hafa bent til þess að dregið hafi saman á milli Íhaldsflokks May og Verkamannaflokksins. Meira »

Verkamannaflokkurinn saxar á fylgi May

29.5. Dregið hefur saman með breska Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun að sögn Reuters-fréttastofunnar. Er fylgi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sagt hafa fallið um 6 prósentustig frá síðustu könnun. Meira »

Sækir um ítalskan ríkisborgararétt

24.5. Colin Firth er hræddur um hvað verður þegar Bretar ganga út úr Evrópusambandinu, hann hefur því sótt um ítalskt vegabréf. Ítalía varð ekki fyrir valinu að ástæðu lausu en hann hefur verið giftur ítalskri konu í 20 ár. Meira »

Viðræður hefjist daginn eftir kosningar

19.5. Evrópusambandið vill að viðræður við Bretland um úrsögn Breta úr sambandinu hefjist strax daginn eftir þingkosningarnar þar í landi sem fram fara 8. júní. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins, Michel Barnier, sagði á Evrópuþinginu að sambandið vildi að viðræðurnar hæfust „eins fljótt og mögulegt sé, daginn eftir kosningarnar.“ Meira »

Mikill meirihluti hlynntur Brexit

15.5. Rúmlega tveir af hverjum þremur Bretum eru hlynntir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið YouGov framkvæmdi en fjallað er um þær á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Meira »

ESB eins og Hótel Kalifornía

13.5. Evrópusambandið gæti þurft að borga Bretum í tengslum við útgöngu Bretlands úr sambandinu en ekki öfugt. Þetta segir Boris Johson, utanríkisráðherra Bretlands, samkvæmt frétt AFP. Segist hann aðspurður telja að gild rök séu fyrir því. Meira »

Setur sjálfstæðismálin í salt

Í gær, 10:47 Fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, Nicola Sturgeon, tjáði skoska þinginu í gær að áform hennar um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins yrðu sett til hliðar í kjölfar þingkosninganna í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. Meira »

Lokað á fjölskylduflutninga eftir Brexit

26.6. Ríkisstjórn Bretlands greindi frá því í dag að innflytjendur sem koma frá löndum innan Evrópusambandsins geti ekki fengið fjölskyldur sínar til landsins eftir Brexit. Meira »

Tilboð Breta „góð byrjun“

22.6. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, sagði í dag að tilboð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að veita ríkisborgurum annarra ríkja Evrópusambandsins sem búsettir eru í Bretlandi sömu réttindi og Bretar eftir að landið gengur úr sambandinu, vera góða byrjun á viðræðum um útgönguna. Meira »

Innflytjendum fækkar eftir Brexit

21.6. Innflytjendum frá Austur-Evrópu til Bretlands hefur fækkað um þriðjung síðan Bretar ákváðu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í rannsókn sem bendir til þess að rekja megi fækkunina til styrkingar breska pundsins. Meira »

Bretar vilja verða franskir

20.6. Þrátt fyrir að ekki sé komin formleg niðurstaða í hvernig staðið verður að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur umsóknum Breta um franskan ríkisborgararétt fjölgað verulega. Á síðasta fjölgaði umsóknunum um 254%. Meira »

Bretar yfirgefa innri markaðinn

19.6. Bretland mun yfirgefa innri markað Evrópusambandsins sem og tollabandalag þess þegar landið segir skilið við sambandið. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel, höfuðborg Belgíu, í dag að loknum fyrsta fomrlega viðræðufundinum um útgöngu Breta úr sambandinu. Meira »

Brexit-viðræður hefjast í næstu viku

13.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu sé „á áætlun“ og reiknar hún með því að viðræður þess efnis muni hefjast í næstu viku. Meira »

May „tapaði veðmáli sínu“

9.6. Pierre Moscovici, yfirmaður efnahagsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi „tapað veðmáli sínu“, eftir ósigur sinn í bresku þingkosningunum. Meira »

Bretar segja nei við May

9.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur misst hreinan þingmeirihluta flokksins úr greipum sér samkvæmt nýjustu tölum og spám helstu fjölmiðla þar í landi. Meira »

„Einn og nakinn“ í Brexit-viðræður

30.5. „Hann er ekki reiðubúinn til að nota kjarnorkufælingarmáttinn, hann er ekki reiðubúinn til að grípa til aðgerða gegn hryðjuverkamönnum, hann er ekki reiðubúinn til að veita lögreglunni það vald sem hún þarf til að vernda okkur.“ Meira »

Rudd svarar ummælum Merkel

29.5. Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, fullyrðir að bresk stjórnvöld vilji viðhalda „innilegu og sérstöku samstarfi“ við Evrópusambandið að lokinni útgöngu landsins þaðan. Meira »

Segja Íhaldsflokknum ekki treystandi

22.5. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, virðist hafa gert breytingar á umdeildu kosningaloforði Íhaldsflokksins um greiðsluþátttöku aldraðra vegna umönnunar þeirra. Meira »

Atvinnuleysi ekki minna síðan 1975

17.5. Atvinnuleysi í Bretlandi stendur nú í 4,6% og hefur ekki verið lægra í 42 ár. Laun hafa hins vegar ekki hækkað svo neinu nemur, sem temprar væntingar um stýrivaxtahækkun á næstunni. Meira »

Milljarðamæringur fjárfestir í frambjóðendum

14.5. Einn helsti styrktaraðili á bak við hreyfinguna sem stóð á bak við Brexit-herferðina í Bretlandi í fyrra hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til þess að setja hundruð þúsunda punda í að tryggja að ekkert bakslag komi í Brexit í kjölfar þingskosninga í næsta mánuði. Meira »

Ráðin yfir lögsögunni endurheimt

11.5. Ríkisstjórn Bretlands hefur fullvissað breska sjómenn um að óvinsælustu hlutar sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins heyri sögunni til eftir að landið gengur úr sambandinu. Ekki liggur hins vegar fyrir að hve miklu leyti sjávarútvegsstefnan verður tekin upp í bresk lög við útgönguna að sögn Andreu Leadsom, umhverfisráðherra Bretlands. Meira »