Brexit

Bresk flugfélög flytji til ESB vegna Brexit

22.3. Breskum flugfélögum er ráðlagt að flytja höfuðstöðvar sínar til ríkja ESB fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, vilji þau halda flugleiðum sínum innan ESB óbreyttum eftir útgönguna. Hafa ráðamenn ESB varað easyJet, Ryanair og British Airways við þessu. Meira »

Brexit mikilvægara en konungdæmið

21.3. Bretar telja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem nefnd hefur verið Brexit, mikilvægari en að halda Skotlandi áfram innan breska konungdæmisins. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir breska dagblaðið Daily Telegraph. Meira »

Hefja úrsagnarferlið 29. mars

20.3. Bretar munu hefja formlegt úrsagnarferli gagnvart Evrópusambandinu 29. mars. Þá munu þeir virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans, níu mánuðum eftir að úrslit úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit lágu fyrir. Meira »

Ekki spurning hvort heldur hvernig

19.3. Fátt virðist standa í vegi þess að Bretar segi skilið við Evrópusambandið í kjölfar þess að báðar deildir breska þingsins samþykktu lagaheimild til ríkisstjórnar landsins til þess að hefja formlega úrsagnarferlið úr sambandinu. Spurningin er fremur með hvaða hætti úrsögnin muni eiga sér stað. Meira »

Segir íhaldsmenn óttaslegna

18.3. Skotar munu ganga aftur til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins, að sögn Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands. Sturgeon skaut föstum skotum á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á fjöldafundi Skoska þjóðarflokksins og sagði íhaldsmenn óttast mjög niðurstöður annarrar þjóðatkvæðagreiðslu. Meira »

Sjálfstæði gæti splundrað Skotlandi

17.3. Komi til þess að Skotland verði sjálfstætt ríki yrði það ekki aðeins til þess að breska konungdæmið liðaðist í sundur heldur gæti það einnig orðið þess valdandi að Skotland hlyti sömu örlög. Meira »

Skotland standi fyrir utan ESB

15.3. Fyrsti ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, hefur lagt á hilluna þá stefnu flokks síns, Skoska þjóðarflokksins, að landið sæki um inngöngu í Evrópusambandið öðlist það sjálfstæði frá breska konungdæminu. Meira »

Kosið um framtíð Skotlands 2019?

14.3. Þjóðaratkvæði um það hvort Skotland skuli verða sjálfstætt ríki fer ekki fram fyrr en í fyrsta lagi eftir að viðræður á milli Bretlands og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu hafa skilað niðurstöðu. Meira »

Brexit samþykkt á breska þinginu

13.3. Breska þingið hefur samþykkt frumvarp forsætisráðherrans Theresu May um að hefja brottgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Tveimur breytingartillögum, sem lávarðadeild þingsins hafði lagt fram, var hafnað. Meira »

Súkkulaðibitinn dýrari eftir Brexit

10.3. Framkvæmdastjóri hjá sælgætisframleiðandanum Mars hefur varað aðdáendur súkkulaðisins við því að verð þess gæti hækkað í Bretlandi í kjölfar Brexit. Meira »

Óttast áhrif Brexit á fjármálafyrirtæki

6.3. Í skýrsludrögum sem samtök breskra fjármálafyrirtækja hafa látið vinna um áhrif Brexit á banka og fjármálafyrirtæki er varað við að fyrirtækjunum og starfsfólki þeirra muni fara fækkandi í kjölfar Brexit. Þar með muni það grafa undan fjárhagi Bretlands hafi fyrirtækin ekki aðgang að mörkuðum ESB eftir útgönguna. Meira »

Lávarðadeildin vill breytingar

1.3. Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag breytingatillögu við lagafrumvarp sem heimila á ríkisstjórn Bretlands að hefja formlega útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Breytingatillagan kveður á um að stjórnvöld ábyrgist að ríkisborgarar annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem búsettir eru í Bretlandi haldi réttindum sínum. Meira »

Verkamannaflokkurinn tapaði og vann

24.2. Breski Verkamannaflokkurinn sigraði í aukaþingkosningum í kjördæminu Stoke-on-Trent sem fram fóru í gær en boðað var til kosninga í kjölfar þess að þingmaður kjördæmisins, Tristram Hunt, sagði af sér eftir að hafa verið boðið að taka við sem framkvæmdastjóri Victoria and Albert safnsins í London. Meira »

Vill uppreisn gegn Brexit

17.2. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvatti í dag þá Breta sem hlynntir eru Evrópusambandinu til þess að rísa á fætur og sannfæra landa sína sem styðja úrsögn úr sambandinu, sem nefnd hefur verið Brexit, um að skipta um skoðun. Meira »

ESB vill veiða áfram við Bretland

15.2. Vonir breskra sjómanna um að Bretland gæti endurheimt fiskimiðin í kringum landið í kjölfar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu gætu orðið að engu í kjölfar minnisblaðs frá þingi sambandsins sem lekið var til fjölmiðla. Meira »

Feginn að vera laus við Trump og Pútín

21.3. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir einn helsta kost þess að sitja ekki lengur í embætti að þurfa ekki lengur að hlusta á leynilegar upptökur af samtölum Donald Trump Bandaríkjaforseta. En til að hafa það á hreinu, þá er hann að grínast. Meira »

ESB klárt í slaginn en samt ekki

20.3. Evrópusambandið er fyllilega undirbúið fyrir viðræður við bresk stjórnvöld um úrsögn Bretlands úr sambandinu. Þetta sagði Margaritis Schinas, talsmaður Jean-Claudes Junckers, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í dag í kjölfar þess að tilkynning barst frá bresku ríkisstjórninni um að formlegt úrsagnarferli Bretlands hæfist 29. mars. Meira »

Bretland eina ríkið sem yfirgefur ESB

20.3. Bretland verður eina ríkið sem segja mun skilið við Evrópusambandið. Þetta fullyrti Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, í viðtali við þýska dagblaðið Bild am Sonntag í gær. Meira »

Heilbrigðiskerfið í Brexit-vanda

18.3. Fjöldi skráninga ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem hjúkrunarfræðinga í Bretlandi hefur dregist saman um 92% frá því að Bretar samþykktu að ganga úr ESB í júní sl. Þá hefur metfjöldi sagt upp störfum hjá bresku heilbrigðisþjónstunni, NHS. Meira »

Ekkert þjóðaratkvæði fyrr en 2023

17.3. Þjóðaratkvæði um hvort Skotland skuli verða sjálfstætt ríki fer í fyrsta lagi fram eftir sex ár. Þetta eru skilaboð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, en sú síðarnefnda hefur farið fram á heimild til þess að halda slíkt þjóðaratkvæði í annað sinn. Meira »

Skotland þarf að verða sjálfstætt fyrst

16.3. Skotland getur ekki sótt um aðild að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) fyrr en það hefur öðlast sjálfstæði frá breska konungdæminu þar sem stofnsáttmáli samtakanna kveður á um að einungis ríki geti sótt um aðild að þeim. Meira »

Skotland færi aftast í röðina

14.3. Skotland færi aftast í röðina þegar kæmi að inngöngu í Evrópusambandið ef landið segði skilið við breska konungsríkið. Þetta er haft eftir Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph í dag. Meira »

Bretar og Skotar stefna á sjálfstæði

13.3. Breska þingið hefur gefið samþykki sitt fyrir frumvarpi forsætisráðherrans Theresu May um að hefja brottgöngu Breta úr Evrópusambandinu, á sama tíma og stjórnvöld í Skotlandi hafa tilkynnt fyrirætlun sína um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Bretlandi. Meira »

Sækja um heimild fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu

13.3. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, hefur óskað eftir heimild til þess að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Meira »

Lávarðadeildin vill viðauka við Brexit

7.3. Lávarðadeild breska þingsins hafnaði í dag aftur beiðni Theresu May forsætisráðherra um að hefta ekki viðræður ríkisstjórnarinnar um útgönguna úr ESB. Samþykkti lávarðadeildin í dag í annað sinn að þingið yrði að fá aukið vald til að hafna útgöngusamningi stjórnarinnar. Meira »

Vilja ekki þjóðaratkvæði um ESB

1.3. Þrír stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á danska þinginu hafa myndað með sér bandalag sem er ætlað að koma í veg fyrir að boðað verði til þjóðaratkvæðis í Danmörku um áframhaldandi veru landsins í Evrópusambandinu með hliðstæðum hætti og gert var í Bretlandi. Meira »

Lávarðar leggja stein í götu May

1.3. Lávarðadeild breska þingsins mun að öllum líkindum leggja stein í götu forsætisráðherrans Theresu May með því að samþykkja viðauka Verkamannaflokksins við Brexit-frumvarp ríkisstjórnarinnar, þess efnis að ríkisborgarar Evrópusambandsríkja búsettir í Bretlandi njóti óbreyttra réttinda eftir að Bretar ganga úr sambandinu. Meira »

Brexit í höndum lávarðanna

20.2. Lávarðadeild breska þingsins hefur í dag umfjöllun sína um lagafrumvarp ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra, sem felur í sér heimild til þess að hefja formlega útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Hyggjast gera kröfu í eignir ESB

16.2. Bresk stjórnvöld hafa í hyggju að setja fram fjárkröfu í eignir Evrópusambandsins samhliða útgöngu Bretlands úr sambandinu. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Meira »

Bylgja hatursglæpa í kjölfar Brexit

15.2. Yfir 14 þúsund hatursglæpir voru skráðir í Bretlandi á þriggja mánaða tímabili í fyrra, það er frá byrjun júlí til septemberloka, en þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fór fram í júní. Meira »