Brexit

Minni stuðningur við Brexit

08:28 Breskir kjósendur skiptast í nánast jafnar fylkingar í afstöðu til þess hvort það hafi verið rétt ákvörðun að ganga úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, en samþykkt var í þjóðaratkvæði í Bretlandi síðasta sumar að yfirgefa sambandið með 52% gegn 48%. Meira »

Munum hafa frjálsari hendur

Í gær, 18:20 „Við erum spennt fyrir kosningunum, en tökum engu sem gefnu,“ segir Mark Field, þingmaður breska Íhaldsflokksins, en hann var staddur hér á landi í síðustu viku. Field er einn af varaformönnum flokksins og sinnir sérstaklega alþjóðatengslum hans. Meira »

Mun semja við Breta um fríverslun

27.4. Evrópusambandið mun semja við Bretland um fríverslun eftir að Bretar hafa gengið úr sambandinu. Þetta sagði Cecilia Malmström, viðskiptastjóri Evrópusambandsins, í dag á ráðstefnu í Kaupmannahöfn samkvæmt frétt Daily Telegraph. Meira »

Vill að Bretar greiði í evrum

21.4. Evrópusambandið vill að Bretar geri upp skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu áður en þeir ganga úr því og ennfremur að þær verði greiddar í evrum. Þetta kemur fram í skjali frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem AFP fréttaveitan hefur undir höndum. Meira »

Samstíga í fríverslunarmálum

19.4. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur í gær og í dag átt fundi í London með ráðherrum í ráðuneyti, sem fer með úrsögn Breta úr ESB (DExEU), og breska utanríkisviðskiptaráðuneytinu (DIT) þar sem sameiginleg úrlausnarefni vegna úrsagnar Breta úr ESB og framtíðarfyrirkomulag viðskipta landanna voru til umræðu. Meira »

Mikill samhljómur og tækifæri

18.4. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í Lundúnum þar sem þeir ræddu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og leiðir til að efla samskipti Íslands og Bretlands i kjölfar útgöngunnar. Meira »

Verkamannaflokkurinn styður kosningar

18.4. Leiðtogi breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur lýst því yfir að flokkur hans styðji það að þingkosningar farið fram 8. júní en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, boðaði til nýrra kosninga á blaðamannafundi í morgun. Meira »

Meirihluti hlynntur útgöngunni

18.4. Meirihluti Breta er ánægður með þá stefnu ríkisstjórnar Bretlands að segja skilið við Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi eða 55%. Hins vegar eru 45% óánægð með framgöngu stjórnarinnar í þeim málum. Meira »

Vilja fiskveiðisamning við Breta

13.4. Færeyjar vilja semja um fiskveiðar við Bretland eftir að Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Þetta tilkynntu færeysk stjórnvöld í gær en um mikla hagsmuni er að ræða fyrir Færeyinga þegar kemur að deilistofnum og veiðum úr þeim. Meira »

Guðlaugur Þór fundar með Boris

9.4. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á bókaðan fund með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í þættinum Silfrinu á RÚV í dag. Meira »

Verja ákvörðun breska sjóhersins

4.4. Breska utanríkisþjónustan hefur komið til varnar ákvörðun sjóhersins, sem skipaði spænsku herskipi að yfirgefa landhelgi Gíbraltar. Talsmaður utanríkisþjónustunnar segir atvikið hafa verið brot á alþjóðlegum hafréttarlögum. Meira »

Undrast hvassan tón Breta

3.4. Spænsk yfirvöld eru undrandi í hörðum tón Breta varðandi framtíð Gíbraltar eftir að fyrrverandi formaður breska Íhaldsflokksins líkti deilunni um svæðið við Falklandseyjastríðið. Meira »

Telja rétt að ganga úr ESB

31.3. Mikill meirihluti Breta styður þau áform ríkisstjórnar Bretlands að segja skilið við Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar víðtækrar skoðanakönnunar fyrirtækisins YouGov. Þar kemur fram að 69% telja bresk stjórnvöld gera rétt með því að ganga úr sambandinu. Meira »

Lloyd's of London til Brussel

30.3. Tryggingarfélagið Lloyd's of London ætlar að opna skrifstofu í Brussel árið 2019 vegna Brexit, að því er fram kom í afkomutilkynningu félagsins sem birt var í morgun. Í gær hófst formlegt útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu. Meira »

Vilja efla viðskipti við Bretland

29.3. Kanada hyggst efla viðskipti sín við Bretland eftir að Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í dag. Bresk stjórnvöld hófu formlega í dag úrsagnarferli Bretlands úr sambandinu. Meira »

Taka harða afstöðu til Brexit

Í gær, 21:29 Forystumenn ríkja Evrópusambandsins að Bretlandi undanskildu samþykktu í dag einróma sameiginlegar áherslur vegna fyrirhugaðra viðræðna við bresk stjórnvöld um útgöngu Breta úr sambandinu á fundi sínum í Brussel. Samstaðan er sögð mikilvægt veganesti í viðræðurnar. Meira »

Hver verða áhrif Brexit á nemendur?

27.4. „Við tókum þátt í pallborðsumræðum um Brexit og hver næstu skref stúdenta, þá sérstaklega í Bretlandi, eru varðandi Brexit,“ segir Aldís Mjöll Geirsdóttir í samtali við mbl.is. Hún og Sunna Mjöll Sverrisdóttir eru staddar í Bretlandi á vegum LÍS, Landssamtaka íslenskra stúdenta. Meira »

Afþakkar tálsýnir Breta

27.4. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, biður Breta um að vera ekki með neinar tálsýnir um að þeir muni njóta sömu réttinda og íbúar Evrópusambandsríkjanna eftir að þeir yfirgefa sambandið. Meira »

Ísland eins og skilnaðarbarn

21.4. Evrópusambandið mun gjalda fyrir það ef sambandið refsar Bretlandi fyrir að segja skilið við það. Þetta er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph. Áframhaldandi fríverslun í Evrópu sé allra hagur. Meira »

Danir vilja veiða áfram við Bretland

18.4. Dönsk stjórnvöld ætla að gera kröfu um að tryggt verði í fyrirhuguðum samningi á milli Bretlands og Evrópusambandsins úr úrsögn Breta úr sambandinu að danskir sjómenn geti áfram veitt í breskri efnahagslögsögu eins og áður. Meira »

Fagnar ákvörðun um kosningar

18.4. Forveri Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á ráðherrastóli, David Cameron, fagnar ákvörðun hennar um að boða til þingkosninga í sumar í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar segir hann ákvörðun hennar djarfa og rétta. Meira »

May boðar til þingkosninga

18.4. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að hún ætlaði að boða til þingkosninga í landinu 8. júní í sumar. Boðað var til blaðamannafundar fyrir utan skrifstofu May í Downingstræti 10 í London með skömmum fyrirvara. Meira »

Keppast um Evrópustofnanir

16.4. Ríki Evrópusambandsins keppast nú um að fá til sín tvær af eftirsóttari stofnunum sambandsins sem hafa hingað til verið með höfuðstöðvar í London. Stofnanirnar skapa þungamiðju fyrir banka- og lyfjageirann í álfunni. Meira »

Hafði netárás áhrif á Brexit kosningaþáttöku?

12.4. Vera kann að Rússar eða Kínverjar hafi átt þátt í því að vefsíða þar sem kjósendur skráðu sig til þess að geta kosið um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hrundi. Þetta var niðurstaða breskrar þingnefndar sem rannsakaði málið. Meira »

Reckless aftur til íhaldsmanna

6.4. Breski stjórnmálamaðurinn Mark Reckless hefur sagt skilið við Breska sjálfstæðisflokkinn (UKIP) og gengið á ný til liðs við íhaldsmenn samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Reckless gekk úr röðum íhaldsmanna árið 2014 en hann var þá þingmaður Íhaldsflokksins. Meira »

Fjöldi fríverslunarsamninga á næstunni

4.4. Hvað sem menn segja um Brexit þá er ljóst að Bretar ætla sér að vera í forystu í fríverslun í heiminum á komandi árum. Það má því gera ráð fyrir að mikið verði gert af slíkum samningum á næstunni. Ísland þarf að fylgjast vel með því, enda er Bretland fimmta stærsta viðskiptasvæði heims. Meira »

„Tillagan skýrir sig sjálf“

1.4. Þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem meðal annars er kveðið á um að Alþingi fagni því að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið hafi verið dregin til baka. Meira »

ESB verður ekki við ákalli May

31.3. Evrópusambandið krefst þess að Bretlandi „verði nægjanlega ágengt“ í skilnaði sínum við sambandið, áður en viðræður um viðskiptasamning þeirra á milli geti hafist. Felst krafan í viðræðuáætlunum ESB sem birtar voru í morgun. Meira »

Bretar ekki að yfirgefa Evrópu

29.3. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, varði í dag þá ákvörðun sína á sínum tíma að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um veru landsins í Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðið fór fram síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda samþykkti að ganga úr sambandinu. Meira »

Formlegt útgönguferli hafið

29.3. Tim Barrow, sendi­herra Bret­lands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu, hefur afhent Don­ald Tusk, for­seta leiðtogaráðs sam­bands­ins, bréf sem inniheldur formlega tilkynningu um úrsögn Breta úr sambandinu. „Ekki verður aftur snúið,“ segir forsætisráðherrann. Meira »