Lítill kraftur í kolmunnaveiðum

Víkingur AK.
Víkingur AK. Ljósmynd/HB Grandi

Lítill kraftur hefur verið í kolmunnaveiðum í færeysku landhelginni að undanförnu. Að sögn Hjalta Einarssonar, skipstjóra á Víkingi AK, er togað lengi og aðeins híft einu sinni á sólarhring.

Frá þessu er greint á vef HB Granda.

„Við köstuðum fyrst að kvöldi 11. maí þannig að þegar við hífum í kvöld verðum við búnir að vera fjóra sólarhringa að veiðum. Aflinn hefur verið þetta 250 til 300 tonn í holi en mest höfum við komist upp í 370 tonn,“ er haft eftir Hjalta á vefnum, en er rætt var við hann var Víkingur staddur austur af Færeyjum ásamt fleiri íslenskum skipum.

Þá segir, að nokkru sunnar hafi fleiri skip verið, þar á meðal Venus NS, en töluvert austar, beint suður af Færeyjum, voru flest færeysku skipanna að veiðum auk rússneskra skipa.

„Kolmunninn potast norður eftir en það er ekki hægt að segja að hann geri það í torfum eða stórum göngum. Þetta eru meira smá peðrur sem við erum að eltast við,“ sagði Hjalti enn fremur, en hann reiknaði með því að skipið héldi til hafnar um leið og ásættanlegum skammti væri náð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,74 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,18 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,36 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 2.073 kg
Ýsa 165 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 2.319 kg
20.9.24 Elva Björg SI 84 Handfæri
Þorskur 722 kg
Ufsi 89 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 3 kg
Samtals 825 kg
20.9.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 594 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 623 kg
20.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 3.744 kg
Skarkoli 1.543 kg
Sandkoli 93 kg
Þykkvalúra 80 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 10 kg
Skötuselur 2 kg
Samtals 5.493 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,74 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,18 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,36 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 2.073 kg
Ýsa 165 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 2.319 kg
20.9.24 Elva Björg SI 84 Handfæri
Þorskur 722 kg
Ufsi 89 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 3 kg
Samtals 825 kg
20.9.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 594 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 623 kg
20.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 3.744 kg
Skarkoli 1.543 kg
Sandkoli 93 kg
Þykkvalúra 80 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 10 kg
Skötuselur 2 kg
Samtals 5.493 kg

Skoða allar landanir »