TVG-Zimsen semur um sjófrakt til Ameríku

Frá höfninni í Norfolk, Virginíu.
Frá höfninni í Norfolk, Virginíu. Ljósmynd/Aðsend

TVG-Zimsen hefur gert samstarfssamning við North Atlantic Cargo Line um sjófrakt til og frá Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Ameríku. Boðið verður upp á vikulega heilgámaflutninga og safnsendingar frá Norfolk í Bandaríkjunum til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen.

Segir þar að NACL sé stýrt af Ólafi Matthíassyni, sem hafi áratuga reynslu af flutningum til og frá Bandaríkjunum. Þá sé NACL með vöruhús í Norfolk í Virginíu, sem sé mikilvæg höfn fyrir flestar borgir í Bandaríkjunum. Allar flutningaleiðir innan Bandaríkjanna séu mjög greiðar og skjótar til Norfolk.

Skrifstofa NACL er í sama húsi og vöruhúsið, það gerir starfsmönnum fyrirtækisins kleift að hafa góða yfirsýn yfir allar sendingar sem fara þar í gegn. Einnig eru siglingar milli Norfolk og Evrópu hraðar og tíðari en til annarra hafna í Bandaríkjunum,“ er haft eftir Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen.

„Í gegnum öflugt flutninganet í Bandaríkjunum getur NACL séð um að sækja vöruna fyrir viðskiptavini okkar, hvar sem er í Bandaríkjunum, Kanada, S-Ameríku og komið henni áleiðis til Íslands á hraðan, öruggan og hagkvæman hátt,“ segir Björn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.10.17 5,00 kr/kg
Þorskur, slægður 20.10.17 291,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.10.17 273,42 kr/kg
Ýsa, slægð 20.10.17 262,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.17 5,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.10.17 118,33 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.17 5,00 kr/kg
Litli karfi 17.10.17 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.10.17 248,03 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.10.17 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 946 kg
Ýsa 464 kg
Þorskur 51 kg
Ufsi 41 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 29 kg
Lúða 9 kg
Skötuselur 7 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.553 kg
22.10.17 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Þorskur 3.519 kg
Ýsa 3.403 kg
Langa 54 kg
Steinbítur 29 kg
Keila 26 kg
Skarkoli 14 kg
Skötuselur 13 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Samtals 7.066 kg

Skoða allar landanir »