Nýr togari í stað tveggja skipa?

Þerney á siglingu. Brátt siglir hún til Suður-Afríku.
Þerney á siglingu. Brátt siglir hún til Suður-Afríku. Ljósmynd/HB Grandi

Framundan er vinna við að athuga áhuga skipverja Þerneyjar RE-1 á plássum í öðrum skipum HB Granda og í framhaldinu reyna að útvega þau. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í samtali við mbl.is.

Tilkynnt var um sölu skipsins fyrr í dag og á fundi með forsvarsmönnum útgerðarinnar fengu skipverjarnir, 54 talsins, að vita að á næstu dögum eigi þeir von á uppsagnarbréfi. Margir hafa unnið lengi fyrir útgerðina og eiga þeir flestir rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti.

Aðspurður segist Vilhjálmur ekki geta sagt til um hversu mörg pláss séu laus fyrir skipverjana. Þeim verði þá einnig veitt aðstoð við atvinnuleit eins og kostur sé.

„Það hefur reyndar aðeins verið meiri hreyfing á sjómönnum undanfarið. Sjómenn hafa verið að leita í land meira en þeir hafa gert undanfarin ár,“ segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. mbl.is/Golli

Verði einn stærsti og fullkomnasti togarinn

Áður hafa 200 mílur greint frá kaupverðinu, sem er 1,4 millj­arðar króna, en kaupandinn er félag í Suður-Afríku.

„Við vorum ekki búnir að setja skipið í sölumeðferð. Það kom þarna áhugi og það liggur við lá fyrir hjá okkur að við myndum selja skip á móti nýjum frystitogara, sem við reyndar eigum ekki von á fyrr en eftir tvö ár. Þetta tilboð hreyfði við okkur og við ákváðum að taka því.“

Nýi frystitogarinn sem Vilhjálmur vísar til er nú í smíðum í spænsku skipasmíðastöðinni Astilleros Armon Gijon, en hann verður rúmlega 81 metra langur og 17 metra breiður. Afhending hans er áætluð um mitt ár 2019 en stefnt er að því að skipið verði þá stærsti og einn full­komn­asti flakafrysti­tog­ar­inn sem gerður verður út við norðan­vert Atlants­haf.

Frétt mbl.is: Panta togara fyrir 4,9 milljarða króna

HB Grandi gæti fækkað um annan frystitogara innan tveggja ára.
HB Grandi gæti fækkað um annan frystitogara innan tveggja ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til marks um aukna sjálfvæðingu

Í samtali við 200 mílur síðdegis í dag sagði Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands sem sótti fundinn fyrir hönd félagsins, að sala skipsins væri til marks um aukna sjálf­væðingu í sjáv­ar­út­vegi.

Frétt mbl.is: „Skip­in stækka og sjó­mönn­um fækk­ar“

Aðspurður hvort nýja skipið muni koma í stað Þerneyjar auk annars togara svarar Vilhjálmur:

„Við eigum alveg von á því að við munum fækka jafnvel um einn annan frystitogara, svona um það leyti sem það kemur.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.8.17 244,98 kr/kg
Þorskur, slægður 22.8.17 269,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.8.17 172,40 kr/kg
Ýsa, slægð 22.8.17 154,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.17 57,40 kr/kg
Ufsi, slægður 22.8.17 62,62 kr/kg
Djúpkarfi 15.8.17 67,14 kr/kg
Gullkarfi 22.8.17 116,70 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.17 146,00 kr/kg
Blálanga, slægð 22.8.17 139,34 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.8.17 Síðuhallur SF-068 Handfæri
Ufsi 52 kg
Þorskur 17 kg
Langa 12 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 82 kg
22.8.17 Særós RE-207 Handfæri
Þorskur 6.214 kg
Ufsi 947 kg
Búrfiskur 3 kg
Samtals 7.164 kg
22.8.17 Fannar SK-011 Handfæri
Þorskur 3.154 kg
Ufsi 265 kg
Ýsa 11 kg
Samtals 3.430 kg
22.8.17 Guðmundur Á Hópi HU-203 Lína
Ýsa 1.666 kg
Þorskur 1.609 kg
Steinbítur 364 kg
Ufsi 11 kg
Hlýri 5 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Keila 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 3.662 kg

Skoða allar landanir »