57 milljarða fjárfesting

Laxeldiskví í Mjóafirði.
Laxeldiskví í Mjóafirði. Þorkell Þorkelsson

Stöðugur uppgangur hefur verið á Austfjörðum undanfarin ár og nemur heildarfjárfesting í helstu atvinnuvegum Austfjarða um 57 milljörðum króna síðastliðin fimm ár.

Sjávarútvegsfyrirtækin hafa fjárfest mest, en samanlögð heildarfjárfesting Síldarvinnslunnar, Loðnuvinnslunnar og Eskju í Fjarðabyggð nemur rúmum 48 milljörðum undanfarin fimm ár. Þessu til viðbótar má nefna að frá aldamótum hafa HB Grandi og Skinney-Þinganes lagt fjármagn í mikla uppbyggingu á Vopnafirði og Höfn í Hornafirði.

Alcoa Fjarðaál hefur síðustu fimm ár fjárfest fyrir rúma 6,5 milljarða á Reyðarfirði og áætlar fjárfestingu fyrir rúman milljarð í ár. Þá hefur laxeldisfyrirtækið Laxar nú þegar fjárfest fyrir um 700 milljónir króna í uppbyggingu á starfsemi sinni á Austfjörðum og áformar að heildarfjárfesting sín muni nema um þremur milljörðum króna áður en fyrstu tekjur koma, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fjárfestingar þessar í Morgunblaðinu í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.10.17 261,25 kr/kg
Þorskur, slægður 20.10.17 291,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.10.17 273,88 kr/kg
Ýsa, slægð 20.10.17 262,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.10.17 71,88 kr/kg
Ufsi, slægður 20.10.17 118,33 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 20.10.17 159,99 kr/kg
Litli karfi 17.10.17 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.10.17 248,03 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.10.17 Gestur Kristinsson ÍS-333 Landbeitt lína
Þorskur 2.274 kg
Ýsa 1.853 kg
Skarkoli 46 kg
Steinbítur 31 kg
Langa 20 kg
Samtals 4.224 kg
21.10.17 Bliki ÍS-203 Landbeitt lína
Þorskur 1.723 kg
Ýsa 1.671 kg
Steinbítur 46 kg
Skarkoli 35 kg
Lýsa 22 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Samtals 3.510 kg
21.10.17 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Þorskur 2.901 kg
Ýsa 2.635 kg
Langa 217 kg
Karfi / Gullkarfi 55 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 21 kg
Ufsi 10 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 5.869 kg

Skoða allar landanir »