Bannið kemur verst niður á Íslandi

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Viðskiptabann Rússa hefur hlutfallslega komið harðar niður á íslenskum hagsmunum en hagsmunum annarra ríkja. Þar er hlutur sjávarútvegs langstærstur. Rússar ákváðu að banna innflutning á tilteknum matvælum hinn 6. ágúst 2015, m.a. frá Íslandi, og ákváðu í júlí á þessu ári að framlengja bannið til loka árs 2018.

Heiðrún Lind skrifar á vef Viðskiptablaðsins að ekki verði deilt um að Íslendingar eigi að sýna samstöðu með vestrænum ríkjum en hvað sem okkur kunni að finnast um framferði þeirra verði að halda uppi viðræðum við þá sem við kunnum að vera ósammála.

Umræðan skerpir skilning á afstöðu ólíkra sjónarmiða og markmiðið á að vera að fá botn í deilumál, útkljá þau. Því miður virðist ekkert að frétta af samræðum íslenskra yfirvalda og rússneskra um þetta efni,“ skrifar Heiðrún.

Ákvörðun Rússa um að framlengja viðskiptabannið fylgdi í kjölfar ákvörðunar Evrópusambandsins um að framlengja viðskiptabann á Rússa vegna framferðis þeirra í Úkraínu. „Þátttaka Íslands í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi kom til vegna þrýstings frá Bandaríkjunum og Evrópusambandinu, að sögn fyrrverandi utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar. Íslendingum er því í raun ekki skylt að taka þátt í þeim,“ skrifar Heiðrún.

Það er tímafrekt að finna nýja markaði og dýrkeypt að missa markaðsaðgang þegar búið er að koma honum á. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki höfðu komið ár sinni ágætlega fyrir borð í Rússlandi og það væri hentugt fyrir sjávarútveginn að vita hvort íslensk stjórnvöld ætli að gefa þessum mikilvægu, en að því er virðist gleymdu, hagsmunum gaum.“

Lesa má grein Heiðrúnar Lindar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 604,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,01 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,05 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.046 kg
Steinbítur 116 kg
Keila 115 kg
Ýsa 35 kg
Ufsi 18 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.332 kg
7.5.24 Lára Vi Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
7.5.24 Dan ÍS 135 Handfæri
Ufsi 30 kg
Samtals 30 kg
7.5.24 Hafborg EA 242 Dragnót
Ýsa 670 kg
Sandkoli 461 kg
Steinbítur 238 kg
Þorskur 220 kg
Hlýri 25 kg
Samtals 1.614 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 604,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,01 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,05 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.046 kg
Steinbítur 116 kg
Keila 115 kg
Ýsa 35 kg
Ufsi 18 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.332 kg
7.5.24 Lára Vi Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
7.5.24 Dan ÍS 135 Handfæri
Ufsi 30 kg
Samtals 30 kg
7.5.24 Hafborg EA 242 Dragnót
Ýsa 670 kg
Sandkoli 461 kg
Steinbítur 238 kg
Þorskur 220 kg
Hlýri 25 kg
Samtals 1.614 kg

Skoða allar landanir »