Miklar endurbætur á Norðfjarðarflugvelli

Frá vígsluathöfninni í gær.
Frá vígsluathöfninni í gær. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Norðfjarðarflugvöllur var vígður í gær að afloknum viðamiklum endurbótum. Meðal annars var klæðning var lögð á flughlaðið og flugbrautina sem er um þúsund metra löng. Kostnaður vegna framkvæmda við flugbrautina hleypur á 150 milljónum króna. Þar greiddi ríkið um helming á móti Fjarðabyggð, Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað og Síldarvinnslunni. 

Vígsluathöfnin var fjölsótt í Norðfirði og kom þangað fjöldi flugvéla í tilefni vígslunnar. Gestum var boðið í útsýnisflug á þremur flugvélum sem tóku þrjá farþega hver og fóru um 170 manns í útsýnisflugið.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra var viðstaddur vígsluna og sagði hann framkvæmdirnar við völlinn skipta Austfirðinga miklu máli en hann er fyrst og fremst hugsaður sem öryggis- og sjúkraflugvöllur.

Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað og það er mikilvægt að öruggur flugvöllur sé í nágrenni þess þegar flytja þarf sjúklinga með flugi. Norðfjarðarflugvöllur var malarvöllur og slíkir vellir þykja alls ekki heppilegir fyrir þær sjúkraflugvélar sem notaðar eru nú á tímum, einkum vegna steinskasts. Þá var völlurinn oft ónothæfur drjúgan hluta árs vegna aurbleytu.

Þó svo að flugvöllurinn sé fyrst og fremst notaður sem sjúkraflugvöllur nýtist hann einnig flugáhugamönnum sem fljúga einkaflugvélum. Þá hefur verið stofnað nýtt flugfélag, Flugfélag Austurlands, sem hyggst nýta völlinn í tengslum við útsýnisflug.

Greint er frá tíðindunum á vef Síldarvinnslunnar í dag þar sem segir: „Framlag Síldarvinnslunnar til framkvæmdanna við flugvöllinn er ekki síst hugsað sem framlag til heilbrigðismála. Það skiptir fyrirtæki eins og Síldarvinnsluna öllu máli að Austfirðingar búi við sem besta heilbrigðisþjónustu og sem mest öryggi. Í því sambandi er Norðfjarðarflugvöllur mikilvægur. Í októbermánuði nk. munu síðan Norðfjarðargöng verða opnuð fyrir umferð og þá batnar aðgengi íbúanna að umdæmissjúkrahúsinu enn frekar og öryggið eykst enn til muna.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,09 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,27 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,09 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,27 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »