Fækkuðu netum því veiðin gekk svo vel

Það kom áhöfninni á Kap II á óvart hversu vel …
Það kom áhöfninni á Kap II á óvart hversu vel grálúðan smakkaðist. Þeir hafa verið í mokveiði fyrir austan síðan í júlíbyrjun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kap II hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hefur veitt yfir 300 tonn af grálúðu í net frá því í júlíbyrjun. Veiðarnar hafa farið fram djúpt úti fyrir Austfjörðum. Kap landaði fyrst 5. júlí á Eskifirði og eftir það tvisvar í viku þar að jafnaði, rúmlega 20 tonnum í hvert sinn.

Greint er frá þessu á vef Vinnslustöðvarinnar en langt er síðan Vinnslustöðin hóf netaveiðar og landvinnslu á grálúðu. Svo vel fiskaðist í upphafi að ákveðið var að fækka netum til að viðhalda gæðum aflans. Byrjað var með tíu trossur en þeim var fækkað í sex. Í hverri trossu eru 70 net.

Kristgeir Arnar Ólafsson, skipstjóri á Kap II, segir að þegar mest hafi látið hefðu fengist fiskar í 84 kör úr 75 netum, alls um 28 tonn. „Við vorum í glimrandi veiði í sumar, langt framar vonum,“ segir Kristgeir sem er staddur í veðurblíðu á miðunum fyrir austan. „Fæstir í áhöfninni þekktu grálúðu sem matfisk fyrr en nú og okkur kemur á óvart hve svakalega góð hún er. Við borðum grálúðu í annað hvert mál,“ segir hann.

Grálúðan er seld fersk og heil til Frakklands ýmist beint frá Eskifirði eða í gegnum Reykjavík. Hluti aflans er fluttur til Vestmannaeyja þar sem lúðan er unnin í frystar afurðir, aðallega fyrir Asíumarkað.

„Grálúðan er fín og verðmæt vara. Þessi árstími er reyndar ekki sá besti til að selja hana en gengur samt vel. Góður markaður er fyrir bæði ferska og frysta grálúðu og við njótum þess auðvitað að hafa byggt upp eigin sölustarfsemi erlendis,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfiskssviðs hjá VSV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 14.285 kg
Samtals 14.285 kg
19.9.24 Fanney EA 82 Handfæri
Þorskur 2.337 kg
Ufsi 187 kg
Karfi 14 kg
Samtals 2.538 kg
19.9.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 22.264 kg
Ýsa 10.590 kg
Karfi 792 kg
Þykkvalúra 127 kg
Samtals 33.773 kg
19.9.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ufsi 5.373 kg
Karfi 1.881 kg
Samtals 7.254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 14.285 kg
Samtals 14.285 kg
19.9.24 Fanney EA 82 Handfæri
Þorskur 2.337 kg
Ufsi 187 kg
Karfi 14 kg
Samtals 2.538 kg
19.9.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 22.264 kg
Ýsa 10.590 kg
Karfi 792 kg
Þykkvalúra 127 kg
Samtals 33.773 kg
19.9.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ufsi 5.373 kg
Karfi 1.881 kg
Samtals 7.254 kg

Skoða allar landanir »