Líkir búnaði Engeyjar við komu skuttogaranna

Löndun undirbúin úr Engey á Grandagarði í gær. Allt vinnulag ...
Löndun undirbúin úr Engey á Grandagarði í gær. Allt vinnulag breytist um borð í skipinu með nýjum og fullkomnum búnaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki.

Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X, segir að búnaðurinn í Engey RE hafi vakið athygli um allan heim og segja megi að beðið hafi verið eftir þeim lausnum sem eru um borð í skipinu.

Nokkrar tafir urðu á því að skipið kæmist til veiða, en Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að það muni gleymast þegar fram í sæki.

„Þetta sjálfvirka lestarkerfi er stærsta breyting í útgerð ísfisktogara frá því að skuttogararnir komu á áttunda áratugnum,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um skipið, búnaðinn og veiðiferðina í Morgunblaðinu í dag.

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.9.17 295,50 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.17 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.17 226,21 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.17 215,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.17 75,89 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.17 112,18 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.17 105,58 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.9.17 211,96 kr/kg
Blálanga, slægð 22.9.17 245,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.17 Nykur SU-999 Handfæri
Þorskur 1.697 kg
Samtals 1.697 kg
22.9.17 Tjálfi SU-063 Dragnót
Ýsa 1.487 kg
Skarkoli 946 kg
Þorskur 701 kg
Samtals 3.134 kg
22.9.17 Særún EA-251 Lína
Ýsa 1.883 kg
Þorskur 1.596 kg
Steinbítur 35 kg
Karfi / Gullkarfi 20 kg
Hlýri 12 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 3.548 kg
22.9.17 Hafrún HU-012 Dragnót
Ýsa 3.447 kg
Þorskur 381 kg
Skarkoli 51 kg
Steinbítur 10 kg
Karfi / Gullkarfi 4 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 3.895 kg

Skoða allar landanir »