„Eins og að hleypa úlfi inn í kanínubúr“

Ísjaki við Ilulisat á Grænlandi. Hitinn er sagður hækka hlutfallslega ...
Ísjaki við Ilulisat á Grænlandi. Hitinn er sagður hækka hlutfallslega mest við norðurheimskautið. mbl.is/RAX

Hækkandi hiti og súrnun sjávar, minni selta, meira rof, fjölgun eiturefna, fleiri marglyttur og aukin hætta á útbreiðslu sjúkdóma. Þetta eru þær hættur sem steðja að fiskstofnum jarðarinnar af völdum loftslagsbreytinga, að sögn Michaelu Aschan, doktors í sjávarlíffræði og prófessors við Norska sjávarútvegsháskólann.

Sterkari fellibylir merki um breytingarnar

Aschan flutti erindi í dag á Heimsráðstefnunni um sjávarfang, World Seafood Congress, sem hófst í Hörpu í gær og stendur fram á miðvikudag. Hóf hún framsöguna á að segja frá áætlaðri ráðstefnu í Ft. Lauderdale í Flórídaríki sem hún hyggst sækja í næstu viku.

„En nú gætu þær áætlanir breyst, vegna Irmu,“ sagði Aschan. „Fellibylirnir eru að verða meiri og sterkari, og það er enn eitt merkið um auknar loftslagsbreytingar.“

Tók hún fram að hitastigið á jörðinni hefði breyst töluvert síðustu ár. Áhrifa þess gætti í allri Evrópu, en þó einkum á heimskautasvæðinu. „Hækkandi hitastig er áhrifamesta afleiðing loftslagsbreytinganna, og hann hækkar hlutfallslega mest í norðrinu.“

Þorskstofninn færir sig sífellt norðar en virðist dafna vel.
Þorskstofninn færir sig sífellt norðar en virðist dafna vel. mbl.is/Rax

Forðast deilur í framtíðinni

Aschan fer einnig fyrir samstarfsverkefninu ClimeFish, sem snýst um að styðja sjálfbæra nýtingu sjávarafurða í Evrópu og um leið búa sjávarútveg undir afleiðingar loftslagsbreytinga. Sagði hún markmið verkefnisins meðal annars vera að forðast deilur sem upp geti komið í framtíðinni þegar stofnar færist á milli svæða, eins og gerst hafi þegar makríllinn tók að færa sig norðar.

Sé litið yfir Evrópu sagði hún sjávarútveg í norðurhluta álfunnar vera viðkvæmastan fyrir loftslagsbreytingum og nefndi þá sem dæmi Noreg, Bretland, Svíþjóð og Finnland. Sem dæmi um þau áhrif sem þetta hefði á heimskautasvæðinu nefndi hún stofna smáfiska sem þar eru. Þorskstofninn í Norður-Atlantshafi sæki sífellt norðar og inn á slóðir þeirra.

„Þetta er eins og að hleypa úlfi inn í lítið kanínubúr. Litlu heimskautsfiskarnir eru ekki reiðubúnir fyrir þetta og eru að hverfa. Þorskstofninn virðist hins vegar dafna.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.11.17 264,36 kr/kg
Þorskur, slægður 19.11.17 330,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.11.17 249,26 kr/kg
Ýsa, slægð 19.11.17 255,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.11.17 78,87 kr/kg
Ufsi, slægður 19.11.17 114,55 kr/kg
Djúpkarfi 16.11.17 35,00 kr/kg
Gullkarfi 19.11.17 152,84 kr/kg
Litli karfi 1.11.17 9,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.11.17 190,70 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.11.17 Kristján HF-100 Landbeitt lína
Þorskur 211 kg
Samtals 211 kg
19.11.17 Særún EA-251 Lína
Ýsa 3.240 kg
Þorskur 1.311 kg
Samtals 4.551 kg
19.11.17 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 7.313 kg
Ýsa 1.052 kg
Keila 113 kg
Karfi / Gullkarfi 24 kg
Hlýri 16 kg
Samtals 8.518 kg
19.11.17 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Ýsa 2.567 kg
Þorskur 2.347 kg
Samtals 4.914 kg

Skoða allar landanir »