„Algjör mokveiði í nótt“

Beitir NK siglir inn Norðfjarðarflóa. Mynd úr safni.
Beitir NK siglir inn Norðfjarðarflóa. Mynd úr safni. Ljósmynd/Smári Geirsson

„Við fórum alveg austur að norsku landhelgislínunni en þar var lítið að hafa. Við tókum þar ein þrjú hol en þau gáfu lítið. Við færðum okkur síðan í miðja Smuguna og þar var algjör mokveiði í nótt sem leið.“

Þetta segir Kristinn Snæbjörnsson, stýrimaður á Beiti NK, sem er á landleið með 1.260 tonn af makríl sem fékkst í Smugunni. Haft er eftir honum á vef Síldarvinnslunnar að framan af veiðiferðinni hafi afli verið tregur en í nótt hafi hins vegar verið mokveiði.

„Við tókum 330 tonn um miðnætti og síðan 650 tonn í morgun. Það voru 300 mílur í land þegar við lögðum af stað og við reiknum með að koma til Neskaupstaðar um kl. 10 í fyrramálið. Almennt má segja að makrílveiðin sé alltaf að færast austar eins og gera má ráð fyrir á þessum árstíma,“ segir Kristinn.

Fram kemur þá að Börkur NK sé á miðunum og hafi hafið veiðar í morgun. Bjarni Ólafsson AK hélt þá til veiða frá Neskaupstað í morgun en lokið var við að landa makríl úr honum í gær.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.11.17 264,36 kr/kg
Þorskur, slægður 19.11.17 330,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.11.17 249,26 kr/kg
Ýsa, slægð 19.11.17 255,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.11.17 78,87 kr/kg
Ufsi, slægður 19.11.17 114,55 kr/kg
Djúpkarfi 16.11.17 35,00 kr/kg
Gullkarfi 19.11.17 152,84 kr/kg
Litli karfi 1.11.17 9,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.11.17 190,70 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.11.17 Kristján HF-100 Landbeitt lína
Þorskur 211 kg
Samtals 211 kg
19.11.17 Særún EA-251 Lína
Ýsa 3.240 kg
Þorskur 1.311 kg
Samtals 4.551 kg
19.11.17 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 7.313 kg
Ýsa 1.052 kg
Keila 113 kg
Karfi / Gullkarfi 24 kg
Hlýri 16 kg
Samtals 8.518 kg
19.11.17 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Ýsa 2.567 kg
Þorskur 2.347 kg
Samtals 4.914 kg

Skoða allar landanir »