Nýr bátur í íslenska útgerðarflotann

Pétur Pétursson útgerðarmaður og Michael Jakobsen, forstjóri Bredgaard Bateværft í ...
Pétur Pétursson útgerðarmaður og Michael Jakobsen, forstjóri Bredgaard Bateværft í Danmörku handsala samninginn. Ljósmynd/Róbert Róbertsson

Útgerðarmaðurinn Pétur Pétursson frá Arnarstapa á Snæfellsnesi skrifaði á íslensku sjávarútvegssýningunni í dag undir nýsmíðasamning við Bredgaard Bateværft í Danmörku. Um er að ræða bát sem á að leysa af hólmi þann fengsæla bát Bárð SH-81.

Nýsmíðin verður umtalsvert stærri en eldri báturinn, og í raun stærsti bátur sem smíðaður hefur verið úr trefjaplasti fyrir íslenskan útgerðarmann. Nýr Bárður SH-81 verður 25,18 metrar á lengd og 7 metra breiður og djúpristan 2,5 metrar.

Smíðin tekur eitt ár

Pétur hefur í samstarfi við hönnuð bátsins Borghegn Yachtdesign hannað alla megin þætti sem lúta að útfærslum ofandekks.

„Bredgaard Badeværft bátasmiðjan er rómuð fyrir smíði á mjög sterkum og vönduðum bátum og hafa þeir smíðað báta úr trefjaplasti síðan 1967. Smíðin á nýjum Bárði hefst innan nokkurra vikna og er áætluð að smíðin taki eitt ár. Smíðin verður undir eftirliti flokkunarfélagsins Bureau Veritas í Danmörku," segir Björn Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri Aflhluta ehf., sem er umboðsaðili Bredgaard Bateværft.

Feðgarnir og nafnarnir Pétur Pétursson og Pétur Pétursson frá Arnarstapa, ...
Feðgarnir og nafnarnir Pétur Pétursson og Pétur Pétursson frá Arnarstapa, Hrafn Sigurðsson, Björn Jóhann Björnsson og Helgi Axel Svarsson eigendur Aflhluta fagna samningnum um nýsmíðina í Smáranum í dag. Ljósmynd/Róbert Róbertsson

Miklir möguleikar í þessum stærðarflokki

Eigendur Aflhluta eru nú orðnir þrír, þar sem Helgi Axel Svavarsson bættist í eigendahópinn í janúar á þessu ári. Helgi ber titilinn tækni og þjónustustjóri, en fyrir eru þeir Björn framkvæmdastjóri og Hrafn Sigurðsson sölustjóri. 

„Við teljum að það séu miklir möguleikar þegar kemur að endurnýjun í þessum stærðarflokki og einnig í bátum í krókaaflskerfinu. Við teljum að þegar útgerðarmenn hafa kynnst bátunum frá Bredgaards og séð hversu sterkbyggðir þeir eru muni áhuginn á bátunum aukast enn frekar. Frágangurinn á bátunum er með þeim hætti sem íslenskir útgerðarmenn með báta í þessum stærðarflokki hafa ekki kynnst áður," segir Hrafn.

Aflhlutir koma til með að skaffa allan vélbúnað í nýjan Bárð SH og má þar nefna aðalvél frá MAN, ljósavélar frá ZENORO með John Deere vélum og Stamford rafölum, gír frá TWIN DISC gír, skrúfubúnað frá Teignbridge og TRAC hliðarskrúfur.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.17 294,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.17 286,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.17 264,23 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.17 270,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.17 74,46 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.17 114,00 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.17 157,50 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.9.17 147,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.9.17 182,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.17 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 1.884 kg
Samtals 1.884 kg
19.9.17 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.865 kg
Ýsa 212 kg
Karfi / Gullkarfi 184 kg
Ufsi 81 kg
Skarkoli 19 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 2.369 kg
19.9.17 Bobby 17 ÍS-377 Sjóstöng
Þorskur 35 kg
Samtals 35 kg
19.9.17 Víkingur SI-078 Handfæri
Þorskur 1.682 kg
Samtals 1.682 kg

Skoða allar landanir »