Helsingjanef fundust á Austurlandi

Helsingjanefin á duflinu.
Helsingjanefin á duflinu. Ljósmynd/Náttúrustofa Austurlands

Helsingjanef fundust föst neðan á dufli sem rak á land í Húsavík á Austurlandi, en duflið losnaði upp 370 sjómílum austan við Charleston í Suður-Karólínuríki í mars á síðasta ári.

Þetta kemur fram á vef Náttúrustofu Austurlands. Segir þar að helsingjanef séu krabbadýr sem tilheyri ættbálki skelskúfa (Cirripedia) og séu skyld hrúðurkörlum sem algengir eru í fjörum landsins.

Duflið rak á land í Húsavík á Austurlandi.
Duflið rak á land í Húsavík á Austurlandi. Ljósmynd/Náttúrustofa Austurlands

Helsingjar taldir koma úr helsingjanefjum

„Þessi sérkennilegu krabbadýr lifa ekki við strendur Íslands en rekur oft hingað með ýmsum hlutum sem þeir hafa fest sig við með löngum vöðvafestum. Fyrr á öldum voru helsingjar og margæsir taldir koma úr helsingjanefjum því þessir fuglar birtust allt í einu að vori og hurfu jafn snögglega og sáust ekki aftur fyrr en að hausti,“ segir í umfjöllun Náttúrustofunnar.

„Sennilega hefur rekaviður með helsingjanefjum fundist um svipað leyti og fuglarnir sáust og fólk talið að þarna væri skýringin af þessum dularfullu fuglum en helsingjanef þykja líkjast nefi þessara fugla.“

Nánar um duflið

Nánar um rannsóknaverkefnið

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.10.17 5,00 kr/kg
Þorskur, slægður 20.10.17 291,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.10.17 273,42 kr/kg
Ýsa, slægð 20.10.17 262,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.17 5,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.10.17 118,33 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.17 5,00 kr/kg
Litli karfi 17.10.17 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.10.17 248,03 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.10.17 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 5.591 kg
Ýsa 3.592 kg
Langa 39 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 9.228 kg
22.10.17 Gestur Kristinsson ÍS-333 Landbeitt lína
Ýsa 2.543 kg
Þorskur 1.899 kg
Skarkoli 35 kg
Steinbítur 30 kg
Langa 11 kg
Samtals 4.518 kg
22.10.17 Magnús HU-023 Landbeitt lína
Þorskur 1.753 kg
Ýsa 862 kg
Keila 19 kg
Langa 6 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 2.645 kg

Skoða allar landanir »