Sindri strandaði í innsiglingunni

Greiðlega gekk að losa togarann af strandstað.
Greiðlega gekk að losa togarann af strandstað. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson

Togarinn Sindri VE strandaði í innsiglingunni við Vestmannaeyjahöfn rétt eftir miðnætti í nótt. Var togarinn á leið út úr innsiglingunni þar sem hann mætti Arnarfellinu frá Samskipum. Þegar skipin mættust lenti Sindri of sunnarlega í innsiglingunni og strandaði þar, sunnanmegin á móts við Klettsnef, samkvæmt upplýsingum frá Sverri Haraldssyni, sviðsstjóra bolfisksviðs hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, en togarinn er í eigu fyrirtækisins.

Skipið losnaði eftir að hafnsögubáturinn Lóðsinn dró það út og er það núna við bryggju. Gekk aðgerðin vel að sögn Sverris. Einhverjar skemmdir urðu á botni skipsins en þær virðast í fyrstu vera litlar, að hans sögn. Skipið mun svo fara í slipp í Hafnarfirði þar sem skemmdirnar verða lagfærðar. Ekkert amaði að áhöfninni.

Skipið er nú á leið í slipp í Hafnarfirði.
Skipið er nú á leið í slipp í Hafnarfirði. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.17 353,00 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.17 348,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.17 329,57 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.17 291,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.17 100,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.17 145,07 kr/kg
Djúpkarfi 16.11.17 35,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.17 242,59 kr/kg
Litli karfi 1.11.17 9,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.17 215,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.17 Agnar BA-125 Línutrekt
Ýsa 1.821 kg
Þorskur 362 kg
Samtals 2.183 kg
22.11.17 Tjálfi SU-063 Dragnót
Ýsa 2.040 kg
Þorskur 310 kg
Skarkoli 77 kg
Skrápflúra 21 kg
Sandkoli 19 kg
Samtals 2.467 kg
22.11.17 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 1.270 kg
Samtals 1.270 kg
22.11.17 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 1.904 kg
Samtals 1.904 kg

Skoða allar landanir »