Fiskeldi með 46% af markaðnum

Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða. Mynd úr safni.
Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fiskur úr eldi er um 46% af fiski sem er á boðstólum á heimsvísu og fiskveiðar um 54%. Á árinu 2016 námu veiðar og fiskeldi á heimsvísu samtals um 171 milljón tonnum. Þetta kemur fram í Sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka.

„Raunar er það svo, að fiskeldi er orðið stærra en fiskveiðar þegar litið er til þess sem fer til manneldis,“ segir Runólfur Geir Benediktsson, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Íslandsbanka, í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Alþjóðlega hefur vöxturinn verið í fiskeldi. Það hefur sexfaldast á árunum 1990 til 2016. Á sama tíma hafa fiskveiðar nánast staðið í stað og vænta má að fiskveiðar muni dragast saman þegar fram í sækir,“ segir hann.

Tækifæri í fiskeldi

Runólfur Geir segir að eitt helsta tækifæri Íslands til vaxtar í sjávarútvegi sé á sviði fiskeldis. „Í Færeyjum og Noregi er fiskeldi orðið jafn umfangsmikið eða stærra en fiskveiðar. Hérlendis telur fiskeldi aðeins um 5% af útflutningsverðmætum fiskveiða.

Í fyrra var metár í fiskeldi og framleiðslan nam 15 þúsund tonnum. Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðslan verði 20 þúsund tonn í ár. Til samanburðar framleiða Færeyingar um 70 þúsund tonn og Norðmenn um 1,4 milljónir tonna,“ segir Runólfur Geir.

Fram kemur í Sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka að Asía framleiðir um 89% af eldisfiski heimsins. Á eftir Asíu er Ameríka (4%), Evrópa (4%) og Afríka (3%).

Norðmenn eru stærstir í fiskeldi í Evrópu með um 46% hlutdeild. Ísland situr í 21. sæti á meðal fiskeldisþjóða í Evrópu með um 0,5% af heildarfiskeldi álfunnar.

„Prótein er mikilvægasta uppistaðan í fæðu fólks. Í Asíu er talið að best sé að fá prótein úr fiski. Eftir því sem millistéttin vex því meiri er spurn eftir fiski. Það hefur ekki verið hægt að mæta eftirspurninni með öðrum hætti en fiskeldi,“ segir hann.

Fiskeldi er umdeilt á Íslandi um þessar mundir. „Atvinnuvegurinn er að fara í gegnum vissa byrjunarörðugleika. Það er því mikilvægt að ræða hann vel. Að því sögðu er vert að vekja athygli á að sitt sýnist hverjum um helstu atvinnuvegi landsins á borð við stóriðju, landbúnað og ferðaþjónustu.

Nú er stóra spurningin hvað við viljum að gert verði með fiskeldi hérlendis. Öflugustu fiskeldisfyrirtæki landsins eru að nálgast hámark þeirra leyfa sem þeim var úthlutað. Nú verður að taka ákvörðun um hvort það eigi að leyfa þeim að stækka, verða hagkvæmari og skila meiri útflutningsverðmætum,“ segir Runólfur Geir.

Ítarlegra viðtal við Runólf má finna í ViðskiptaMogganum sem fylgdi Morgunblaðinu fimmtudaginn 23. nóvember.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,91 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 123,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,91 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 123,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Loka