„Þeir vilja taka Noreg“

Anonymous-samtökin hafa áður ráðist á vefi stofnana á Íslandi.
Anonymous-samtökin hafa áður ráðist á vefi stofnana á Íslandi. AFP

Nokkrar helstu stofnanir Noregs hafa verið settar á lista yfir skotmörk tölvuþrjótasamtakanna Anonymous. Þau hafa áður ráðist gegn vefsíðum stofnana á Íslandi vegna hvalveiða Íslendinga.

„Vegna hvalveiðanna hafa nokkrir hópar litið á Noreg sem skotmark,“ segir Lone Charlotte Pettersen, sem fer fyrir netdeild norsku rannsóknarlögreglunnar, í samtali við Aftenposten.

Á meðan hefðbundnir mótmælendur hvalveiða, á borð við Sea Shepherd og Greenpeace, hafa ráðist til atlögu gegn hvalveiðimönnum og útgerðunum sjálfum þá hafa tölvuþrjótar á borð við þá sem skipa Anonymous-samtökin notast við vefárásir til að vekja athygli á málstað sínum.

Hvalir dregnir á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði.
Hvalir dregnir á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði. mbl.is/Ómar

Tvö ár frá árásum á Ísland

Pettersen segir að ekki sé hægt að sjá fyrir skotmörk þeirra.

„Þeir vilja taka Noreg. Það getur því tilviljun ráðið því hver verður fyrir barðinu á þeim. Svo lengi sem þeir valda skaða þá eru þeir sáttir,“ segir hún.

„Við vildum að við hefðum meiri stjórn á þessu. Þetta er áskorun fyrir okkur og lögregluna.“

Tvö ár eru síðan vefsíður for­sæt­is-, inn­an­rík­is-, ut­an­rík­is- og um­hverf­is­ráðuneytis Íslands voru teknar niður, ásamt vef stjórnarráðsins. Hófust árásirnar 27. nóvember og vörðu í þrettán klukkustundir. Voru þær auglýstar á Twitter undir myllumerkinu #OpWhales.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.12.17 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 3.987 kg
Ýsa 2.276 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Keila 6 kg
Lýsa 1 kg
Samtals 6.297 kg
12.12.17 Blíða SH-277 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 1.798 kg
Samtals 1.798 kg
12.12.17 Særún EA-251 Lína
Þorskur 2.154 kg
Ýsa 1.569 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 3.734 kg
12.12.17 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 14.826 kg
Samtals 14.826 kg

Skoða allar landanir »