Þriðja og síðasta systirin lögð af stað

Systurskipin Engey RE og Akurey AK í höfn. Þriðja systirin ...
Systurskipin Engey RE og Akurey AK í höfn. Þriðja systirin er nú á leið til landsins. Ljósmynd/Kristján Maack

Viðey RE, nýr ísfisktogari HB Granda, er nú lögð af stað til Íslands frá skipasmíðastöðinni Celiktrans við Istanbúl. Hér má sjá staðsetningu hennar á gagnvirku korti.

Búast má við að Viðey fari til Akraness þar sem Skaginn 3X hefur samið við HB Granda um að setja upp nýjan vinnslu- og lestarbúnað í togaranum. Togarinn er sá þriðji og síðasti í röð skipa sem útgerðin fær frá tyrknesku skipasmíðastöðinni, en þegar hafa Engey RE og Akurey AK komið til landsins á árinu.

Vænta má skipsins þegar nær dregur jólum en heimsiglingin mun að líkindum taka um tvær vikur.

Viðey RE við bryggju í Tyrklandi.
Viðey RE við bryggju í Tyrklandi. Ljósmynd/HB Grandi

Ekki takmark í sjálfu sér

Auk­in hag­kvæmni og fækk­un kol­efn­is­spora hafa verið leiðar­stef við hönn­un nýrra fiski­skipa, en Viðey verður enn eitt skipið sem kemur til landsins í þessari bylgju endurnýjunar.

Marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar hafa orðið á hönn­un fiski­skipa á síðustu árum og græn skref verið stig­in, en fyr­ir al­menn­ing vek­ur stefni nýju tog­ar­anna trú­lega mesta at­hygli og ef­laust myndu ein­hverj­ir segja að skip­in væru ekk­ert sér­stakt augnayndi.

Al­freð Tul­inius, skipa­tækni­fræðing­ur hjá Nautic sem annaðist hönnun nýju skipanna þriggja fyrir HB Granda, sagðist fyrr á árinu í sjálfu sér geta tekið und­ir það, enda sé slíkt ekki tak­mark í sjálfu sér.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.17 Saxhamar SH-050 Dragnót
Þorskur 12.199 kg
Skarkoli 1.278 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 22 kg
Lúða 7 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 13.512 kg
14.12.17 Fríða Dagmar ÍS-103 Landbeitt lína
Ýsa 2.288 kg
Þorskur 336 kg
Steinbítur 86 kg
Langa 56 kg
Karfi / Gullkarfi 38 kg
Skarkoli 13 kg
Ufsi 10 kg
Keila 1 kg
Samtals 2.828 kg
14.12.17 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Skarkoli 415 kg
Lúða 4 kg
Steinbítur 2 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 1 kg
Samtals 422 kg

Skoða allar landanir »