Gerðu við veiðarfærin í ofsaveðri

Beitir NK 123 að veiðum. Mynd úr safni.
Beitir NK 123 að veiðum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson

„Við vorum að veiða austur af Akrabergi sem er syðsti oddi Færeyja og veiðin var nokkuð góð.  Við fengum að jafnaði hátt í 400 tonn í holi en við toguðum allt upp í 20 tíma. Slæmt veður um þarsíðustu helgi truflaði veiðiferðina nokkuð en við notuðum bræluna til að lagfæra veiðarfærin,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, sem kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með 3.100 tonn af kolmunna.

Áhöfnin lenti í miklu óveðri í Færeyjum eins og 200 mílur greindu frá í síðustu viku.

„Þarna gekk ofsaveður yfir og við viðgerðarvinnuna stóðum við í færeyskum snjóbyl. Slíkt veður er ekki algengt þarna,“ er haft eftir Tómasi í dag á vef Síldarvinnslunnar.

Engin ástæða til að kvarta

Fram kemur enn fremur að síðustu daga hafi 7.100 tonn af kolmunna borist í verksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 

„Bjarni Ólafsson AK kom með 1.800 tonn til Neskaupstaðar sl. fimmtudag og upplýsti Gísli Runólfsson skipstjóri að aflinn hefði hengist í fjórum holum en venjulega var togað í 5-12 tíma í hvert sinn,“ segir á vefnum.

„Á föstudag kom Börkur NK til Seyðisfjarðar með 2.200 tonn sem fengust í átta holum. Að sögn Hálfdans Hálfdanarsonar skipstjóra var töluvert af fiski að sjá á miðunum en hann var ekki mjög þéttur þannig að veiðin var ekki með skarpasta móti þótt engin ástæða væri til að kvarta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »