Man ekki eftir annarri eins veðurblíðu

Helga María AK á siglingu.
Helga María AK á siglingu. Ljósmynd/HB Grandi

Ísfisktogarinn Helga María AK lét úr höfn í Reykjavík í gær eftir að hafa komið þangað með 165 tonna afla úr vel heppnaðri veiðiferð á Vestfjarðamið. Heimir Guðbjörnsson, skipstjóri á Helgu Maríu, minnist þess ekki að hafa fengið aðra eins veðurblíðu á Vestfjarðamiðum á þessum árstíma.

Þetta kemur fram á vef HB Granda en þar er rætt við Heimi, sem byrjaði veiðarnar í Víkurálnum.

„Þar fengum við þokkalegan karfaafla, að minnsta kosti nóg fyrir vinnsluna. Við fórum svo norður eftir kantinum og vestast í kantinum, áður en við komum á Halamið, fengum við þann þorskafla sem við þurftum. Það var lítil veiði á sjálfum Halanum, helst smávegis af ufsa, og við fórum því aftur í Víkurálinn,“ segir Heimir.

Spáð brælu á Vestfjarðamiðum

Þegar áhöfnin á Helgu Maríu kom aftur í Víkurálinn gaf ufsinn sig til.

„Það kom gott ufsaskot í veiðina á meðan við stöldruðum við og við fengum fínan ufsaafla síðustu dagana í veiðiferðinni. Nú spáir hins vegar brælu á Vestfjarðamiðum næstu dagana þannig að lítið vit er í að fara beint þangað. Við byrjum þessa veiðiferð því á heimamiðum út af Suðvesturlandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,41 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 276,57 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 1.856 kg
Ufsi 30 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 4 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.904 kg
19.9.24 Sara ÍS 186 Annað - Hvað
Ýsa 539 kg
Þorskur 131 kg
Samtals 670 kg
19.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 1.997 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 2.066 kg
19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,41 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 276,57 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 1.856 kg
Ufsi 30 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 4 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.904 kg
19.9.24 Sara ÍS 186 Annað - Hvað
Ýsa 539 kg
Þorskur 131 kg
Samtals 670 kg
19.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 1.997 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 2.066 kg
19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg

Skoða allar landanir »