Ráðherra ánægð með undirtektir

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Unnur Karen

Tilkynnt var í kjölfar fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær að hvalveiðar myndu geta hafist í dag, en í því samhengi var gefin út ný reglugerð um framkvæmd veiða á langreyðum sem gerir ráð fyrir að eftirlit verði aukið samhliða ítarlegri og strangari kröfum til veiðibúnaðar og veiðiaðferða. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði í samtali við 200 mílur á mbl.is einingu hafa verið um málið í ríkisstjórn. „Ég fékk engin önnur viðbrögð en góð við þessari niðurstöðu.“

Svandís segir að með nýjum skilyrðum sé verið að koma til móts við niðurstöður eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Spurð hvort skilyrðin séu svo hörð að ekki verði unnt að stunda hvalveiðar, svarar Svandís að ekki sé gert sé ráð fyrir því, enda þurfi að gæta meðalhófs í því samhengi.

Safni gögnum

Matvælastofnun og Fiskistofu er ætlað að vinna saman að eftirliti með framkvæmd veiðanna sem gert hefur verið ráð fyrir að hefjist í dag. Þá er gert ráð fyrir að stofnanirnar sendi ráðuneytinu skýrslu við lok veiðitímabils þar sem dregnar eru saman helstu niðurstöður eftirlits með hvalveiðum 2023.

Tilbúin að hefja eftirlit

„Við erum tilbúin í það að hefja eftirlit eftir þessari nýju reglugerð og við vinnum náttúrlega eftir því sem lög og reglur segja til á hverjum tíma,“ segir Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu, í samtali við Morgunblaðið. Hún kveðst jafnframt ekki vera búin að grandskoða nýju reglugerðina og enn eigi eftir að leggja mat á það hvort allt í reglugerðinni sé framkvæmanlegt.

„Við fengum þetta bara í hendurnar eftir hádegi [í gær] og við erum að fara í gegnum þetta.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.6.24 562,59 kr/kg
Þorskur, slægður 5.6.24 714,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.6.24 453,51 kr/kg
Ýsa, slægð 5.6.24 545,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.6.24 264,26 kr/kg
Ufsi, slægður 5.6.24 245,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 5.6.24 499,81 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.6.24 Hulda SF 197 Handfæri
Þorskur 764 kg
Ufsi 261 kg
Samtals 1.025 kg
6.6.24 Stórborg ÍS 125 Handfæri
Þorskur 709 kg
Samtals 709 kg
6.6.24 Naglfari BA 121 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
6.6.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 12 kg
Samtals 12 kg
6.6.24 Bobby 5 ÍS 365 Sjóstöng
Þorskur 238 kg
Samtals 238 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.6.24 562,59 kr/kg
Þorskur, slægður 5.6.24 714,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.6.24 453,51 kr/kg
Ýsa, slægð 5.6.24 545,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.6.24 264,26 kr/kg
Ufsi, slægður 5.6.24 245,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 5.6.24 499,81 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.6.24 Hulda SF 197 Handfæri
Þorskur 764 kg
Ufsi 261 kg
Samtals 1.025 kg
6.6.24 Stórborg ÍS 125 Handfæri
Þorskur 709 kg
Samtals 709 kg
6.6.24 Naglfari BA 121 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
6.6.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 12 kg
Samtals 12 kg
6.6.24 Bobby 5 ÍS 365 Sjóstöng
Þorskur 238 kg
Samtals 238 kg

Skoða allar landanir »