Þungur áfellisdómur yfir matvælaráðherra

Álit umboðsmanns er þungur áfellisdómur yfir vinnubrögðum matvælaráðherra, að mati …
Álit umboðsmanns er þungur áfellisdómur yfir vinnubrögðum matvælaráðherra, að mati Samfylkingarmannsins Jóhanns Páls Jóhanssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ekki ákveðið hvort hann muni krefjast afsagnar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis, sem segir að hún hafi með ólögmætum hætti sett á tímabundið hvalveiðibann í sumar.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir við mbl.is að álitið komi sér í raun ekki á óvart.

„Framganga ráðherra hefur slegið mig mjög illa. Þetta álit er þungur áfellisdómur yfir vinnubrögðum ráðherra í þessu máli.“

Fyndist þér eðlilegt að matvælaráðherra segði af sér?

„Þetta er eitthvað sem við í þingflokknum höfum ekki rætt og fyrst og fremst eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn þarf að svara,“ svarar Jóhann Páll, sem tekur einnig fram að ríkisstjórnin í heild sinni njóti ekki trausts Samfylkingarinnar. Þá hefur flokkurinn heldur ekki ákveðið hvort hann myndi kjósa með hugsanlegri vantrauststillögu.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dapurleg málsvörn matvælaráðherra

Jóhann Páll kallar það „dapurlegt“ að fylgjast með málsvörn Svandísar eftir að álitið birtist. Svandís hefur talað um að umboðsmaður noti vægt orðalag og sagt að framganga sín hafi í raun ekki verið lögbrot.

Ákvörðunin um að banna hvalveiðar tímabundið átti sér ekki nógu skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/​1949 um hval­veiðar auk þess sem brotið var gegn meðal­hófs­reglu.

„Þetta er bara ofboðslega afgerandi niðurstaða um að athafnir ráðherra hafi ekki verið í samræmi við lög og að meðalhófs hafi ekki verið gætt,“ segir Jóhann.

Svandís sagði sér til varnar að hval­veiðilög­in væru gengin sér til húðar. Það er sennilega rétt, að mati Jóhanns er það „hlutverk ráðherra að hafa forgöngu um breytingu á lögum, ekki að brjóta þau lög sem gilda í landinu“.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svandís hafi víst haft kosta völ

Svandís bar einnig fyrir sig að hún hefði haft engra kosta völ en að banna hvalveiðar tímabundið. Jóhann bendir á að það sé ekki alveg rétt.

„Umboðsmaður Alþingis bendir sérstaklega á að það séu engin merki um að ráðherra hafi átt samskipti við Hval hf. um veiðiaðferðir og veiðibúnað, það er að segja að leita leiða til að ná markmiðum dýravelferðalaga með minna íþyngjandi úrræðum,“ segir hann.

Spurður hvort honum þyki að matvælaráðherra ætti á einhverja vegu að axla ábyrgð svarar Jóhann Páll:

„Það er óumflýjanlegt þegar það kemur afgerandi niðurstaða frá eftirlitsaðila um að ráðherra hafi brotið lög.“

Hann telur þó að ríkisstjórnin verði sjálf að greiða úr þeim málum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,96 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.076 kg
Steinbítur 244 kg
Ýsa 220 kg
Ufsi 56 kg
Karfi 18 kg
Keila 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 1.638 kg
26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,96 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.076 kg
Steinbítur 244 kg
Ýsa 220 kg
Ufsi 56 kg
Karfi 18 kg
Keila 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 1.638 kg
26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg

Skoða allar landanir »