Dráttarbátnum fylgt til Vestmannaeyja

Dráttarbáturinn Grettir Sterki. Mynd úr safni.
Dráttarbáturinn Grettir Sterki. Mynd úr safni. Ljósmynd/Vegagerðin

Dráttarbátnum Gretti Sterka var fylgt til hafnar í Vestmannaeyjum í nótt eftir að báturinn tók inn á sig sjó vegna bilunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni (LHG). 

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út vegna dráttarbátsins, sem var staðsettur suðaustur af Vík, á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Grettir Sterki siglir undir færeyskum fána og voru fimm um borð í bátnum í gærkvöldi.

Áhöfnin hafði samband við stjórnstöð LHG í kjölfar bilunarinnar. 

Sjó dælt úr bátnum 

Í tilkynningunni segir að GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, og björgunarskipið Þór, frá Vestmannaeyjum, héldu til móts við dráttarbátinn sem tók stefnuna til Eyja þegar bilunarinnar var vart. Þá var dráttarbáturinn Lóðsinn frá Vestmannaeyjum einnig beðinn um að halda á vettvang.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var komin að dráttarbátnum um klukkan 23:30 og fóru tveir sigmenn þyrlunnar um borð í dráttarbátinn með sjódælur og hófu að dæla sjó úr bátnum.

Sigmennirnir urðu eftir í dráttarbátnum meðan þyrlan hélt til Vestmannaeyja til að taka eldsneyti.

Þá var björgunarskipið Þór komið á vettvang um klukkan 00:30 og flutti fleiri dælur um borð.

Lóðsinn fylgdi bátnum til hafnar

Tilkynning LHG var send út rétt fyrir klukkan eitt í nótt og þá voru sigmenn þyrlunnar enn um borð í dráttarbátnum og gekk vel að dæla sjó úr honum.

Gert var ráð fyrir að Lóðsinn yrði kominn á vettvang um klukkan þrjú í nótt myndi fylgja dráttarbátnum til hafnar í Vestmannaeyjum. 

Samkvæmt upplýsingum á vefnum Marinetraffic er Grettir Sterki nú í Vestmannaeyjarhöfn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 394,64 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,76 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,55 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 1.786 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.963 kg
17.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.729 kg
Þorskur 53 kg
Samtals 2.782 kg
17.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Keila 215 kg
Þorskur 192 kg
Karfi 114 kg
Steinbítur 47 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 575 kg
17.5.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.685 kg
Þorskur 298 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.987 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 394,64 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,76 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,55 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 1.786 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.963 kg
17.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.729 kg
Þorskur 53 kg
Samtals 2.782 kg
17.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Keila 215 kg
Þorskur 192 kg
Karfi 114 kg
Steinbítur 47 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 575 kg
17.5.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.685 kg
Þorskur 298 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.987 kg

Skoða allar landanir »