Með notagildið á hreinu

Renault Captur er svokallaður Crossover bíll sem þýðir að hann …
Renault Captur er svokallaður Crossover bíll sem þýðir að hann er milli flokks smábíla og jepplinga, nokkur konar borgarjepplingur. mbl.is/Tryggvi Þormóðsson

Hvað kallar maður framdrifinn bíl sem er eins konar blanda smábíls og jepplings? Smájepplingur lýsir því ekki nógu vel því að orðið inniheldur tvær myndir fyrir smæð sem þessi bíll er alls ekki.

Kannski borgarjepplingur sé betra orð því að eins og veðurfarið er orðið hér á höfuðborgarsvæðinu er lítið við fjórhjóladrif að gera nema örfáa daga á ári. Þá getur verið gott að hafa valkost eins og þennan sem sparar fólki tæpa milljón í fjórhjóladrifsbúnaði sem þar að auki getur bilað með tileyrandi kostnaði. BL ætlar reyndar ekki að kynna Renault Captur fyrr en í næsta mánuði en við fengum tækifæri að reyna bílinn um daginn.

Notagildið í fyrirrúmi

Captur er ansi sérstakur útlits því hann er eins og upphækkuð útgáfa Clio að sjá. Hjólin eru frekar utarlega, sérstaklega að aftan og hjólaskálarnar ná langt út á brettin. Axlarlínan er upphækkandi og endar í 45° horni svo að glugginn fyrir aftan afturhurðina verður agnarsmár. Að innan er einfaldleikinn í fyrirrúmi og mælaborðið einfalt í allri uppsetningu. Stór snertiskjár í miðjustokk gerir fólki kleift að stýra flestum aðgerðum eins og hljómtækjum, leiðsögutæki, símabúnaði og aksturstölvu. Hins vegar er meira lagt upp úr notagildi í innréttingu sem er með skemmtilegum útfærslum sem koma á óvart. Á milli framsæta eru glasastatíf og nokkur hólf eða bakkar, og fyrir ofan miðjustokk er svo stórt hólf sem er á stærð við hanskahólf í sumum bílum. Hanskahólfið sjálft er þó sérkapítuli enda er það meira eins og stór skúffa og opnast eins og slík. Það rúmar léttilega stærri hluti og ef þess þarf er hægt að nota loftkælinguna til að kæla það sem þar er.

Fer vel um fjóra

Það sem kemur dálítið á óvart í Captur er hversu rúmgóður hann er fyrir farþegana. Að vísu fer ekki vel um nema tvo fullorðna í aftursætum og þarf ekki annað en að horfa á miðjusætið til að sjá að það er ekki fyrir fullorðna. Sætin bæði frammí og afturí eru mátulega stór og þægileg og fótarými og þar með talið höfuðrými kemur á óvart. Innstig er mjög þægilegt enda bíllinn í mátulegri hæð og hurðir opnast vel. Fyrir þau smávöxnu er það þó aðeins erfiðara í aftursætum þar sem að gólfbitinn er frekar hár. Það er kannski vegna þess hve vel hann kemur út í aftursætum, að hann skorar ekki mjög hátt í farangursrými. Eins og hjá svo mörgum framleiðendum er það tvískipt, sem rýrir notagildi þess svo að einungis er hægt að koma fyrir smærri töskum og pinklum. Að vísu er hægt að færa aftursæti fram á sleða til að auka rýmið en það er nú venjulega þannig að þegar þess gerist þörf er bíllinn fullskipaður fyrir og erfitt að hnika því mikið framar án þess að það bitni á þeim sem þar sitja. Með sætin í öftustu stöðu er farangursrými 377 lítrar en stækkar í 455 lítra með sætin í fremstu stöðu.

Leikandi léttur í akstri

Það er óhætt að segja að Renault Captur er lipur og léttur í akstri, stundum kannski of léttur því að varla þarf að anda á stýrið til að hreyfa það. Viðbragðið er ágætt frá 1,5 lítra vélinni og tvíkúplandi sjálfskiptingin er eldsnögg að skipta honum upp og niður. Hún er alltaf að vinna með bílnum og skiptir niður með minnkandi ferð svo að bíllinn er alltaf í réttum gír. Hins vegar er hún ekki eins næm í kyrrstöðu og það var eins og hún væri oftast smástund að taka við sér. Einnig er hún of létt í brekkum og bíllinn rennur afturábak ef ekki er staðið á bremsum. Vélin er aftur á móti þægileg með þessari skiptingu þótt hún sé frekar gróf á hásnúningi. Undir bílnum er Mac

Pherson klafafjöðrun að framan og tölvustýrð þverbitafjöðrun að aftan. Fjöðrunin virkar vel þegar tekið er á honum og hann liggur vel þrátt fyrir 20 mm veghæð. Á stærri ójöfnum virkar hún líka vel en getur verið höst að aftan á möl eða malbiksholum sem eru algengar á þessum árstíma.

Samkeppnin á aðeins betra verði

Nánasti keppinautur Renault Captur er hérlendis sem erlendis Peugeot 2008. Peugeot 2008 kostar aðeins 3.130.000 kr í grunninn en 3.695.000 kr beinskiptur með 1,6 lítra dísilvélinni sem er samkeppnisbíllinn við vélina sem boðin er í Captur. Sjálfskiptur er hann á 3.770.000 kr en sjálfskiptur Captur á 3.890.000 kr. svo að verðið er sjáanlega betra í Peugeot bílnum. Er þar um að ræða Active útfærsluna sem er nánast jafnvel búin og Renault Captur í Dynamic útfærslu ef leiðsögukerfi er undanskilið, en það kostar 220.000 kr í Peugeot 2008.

njall@mbl.is

Það fer bara ágætlega um mann í aftursæti Captur, að …
Það fer bara ágætlega um mann í aftursæti Captur, að því gefnu að það séu aðeins tveir fullorðnir þar í sæti. Höfuðrýmið kemur á óvart.
Farangursrými er tvískipt og aftursæti á sleða til að gera …
Farangursrými er tvískipt og aftursæti á sleða til að gera það stækkanlegt.
Einföld en jafnframt notadrjúg innréttingin virkar vel og í miðjustokki …
Einföld en jafnframt notadrjúg innréttingin virkar vel og í miðjustokki er stór snertiskjár þar sem hægt er að stjórna hljómtækjum, leiðsögukerfi, símbúnaði og fleira sem tengist bílnum.
Vélin er 1,5 lítrar og þótt hún sé aðeins 90 …
Vélin er 1,5 lítrar og þótt hún sé aðeins 90 hestöfl skilar hún ágætlega sínu. Hún er þó óþarflega gróf á hásnúningi.
Plássgott er í Renault Captur.
Plássgott er í Renault Captur.
Vandasamt er að finna nöfn á bílaflokka þegar nýir verða …
Vandasamt er að finna nöfn á bílaflokka þegar nýir verða til sem falla á milli hefðbundinna skilgreininga á bílum. Renault Captur er framdrifinn bíl sem er eins konar blanda smábíls og jepplings. mbl.is/Tryggvi Þormóðsson
Smájepplingur eða borgarjepplingur, Nissan Capture er áferðarfallegur hvernig sem hann …
Smájepplingur eða borgarjepplingur, Nissan Capture er áferðarfallegur hvernig sem hann fellur í flokk.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina