Mini dregur sig úr WRC rallinu

Þátttaka Mini var stutt að þessu sinni eða aðeins 1 …
Þátttaka Mini var stutt að þessu sinni eða aðeins 1 keppnistímabil

Margir fögnuðu endurkomu Mini bílsins á yfirstandandi tímabili í heimsmeistarakeppnina í rallakstri. Mini á glæsta sögu í þeirri keppni frá fyrri árum, þá helst á sjöunda áratug síðustu aldar. Fögnuðurinn mun þó ekki standa lengi því Mini hefur gefið það upp að þátttaka þeirra taki enda í lok þessa tímabils. Mini liðinu hefur ekki gengið sem best á keppnistímabilinu sem nú stendur yfir og safnað fáum stigum.

Fáheyrðir yfirburðir Sebastian Loeb á Citroën bíl sínum hafa gramist öllum bílaframleiðendum í rallinu nema Citroën og keppni allra hinna stendur í raun aðeins um annað sætið. Mini deilir þeirri gremju með öðrum framleiðendum og á það stóran þátt í þeirri ákvörðun að hætta keppni. Loeb hefur unnið öll síðustu 8 ár og forysta hans er orðin svo mikil í ár að sigur hans á þessu tímabili er þegar í höfn þó nokkrar keppnir séu eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina