Írar búa í haginn fyrir rafbíla

Írar kynna stoltir áfangann sem náðst hefur í að búa …
Írar kynna stoltir áfangann sem náðst hefur í að búa í haginn fyrir rafbíla.

Írar hafa gert gangskör að því að skapa sem bestar aðstæður til notkunar rafbíla þar í landi. Í vikunni náðist sá áfangi að settur var upp eittþúsundasti hleðslustaurinn þar sem menn geta hlaðið bílgeyminn.

Þar með hafa íbúar í öllum sýslum Írlands og 85% af stærstu bæjum og borgum aðgang að rafhleðslubúnaði á almannafæri. Verður verkinu haldið áfram þar til net hleðslustaura verður talið fullnægjandi. Ætlunin er í næsta áfanga, að koma hleðslustaurum upp í öllum bæjum með yfir 1500 íbúa.

Með þessu hafa Írar skipað sér í fremstu sveit landa sem skapað hafa gott umhverfi fyrir notendur rafbíla.

agas@mbl.is

mbl.is