Kínastrætóar til Evrópu

Rafstrætó frá hinum kínverska BYD.
Rafstrætó frá hinum kínverska BYD.

Kínverski bílaframleiðandinn BYD hefur fengið formlegt leyfi til að selja rafknúna strætisvagna til Evrópusambandslandanna (ESB).

Strætisvagninn hefur hlotið vottun ESB en búist er við að fyrstu eintökin renni af framleiðslulínunni í bílsmiðju BYD í Búlgaríu í næsta mánuði, febrúar. Afköst hennar verða 40-60 bílar á mánuði fyrst um sinn, að sögn fréttastofunnar Xinhua.

Fyrirtækið hefur kynnt strætisvagninn og aðra rafbíla sína undanfarið, meðal annars í Hollandi, Finnlandi, Danmörku, Kanada, Úrúgvæ og Bandaríkjunum.

Í október sl. samdi BYD um sölu á 50 rafbílum til leigubifreiðaþjónustunnar Greentomatocars í London.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: