Að stökkva á Súkku er góð skemmtun

Litlir Suzuki-jeppar hafa verið vinsælir á Íslandi í mörg ár. Þeir eyða litlu, eru ódýrir og einfaldir í rekstri, fljóta auðveldlega á snjó og eru nánast ódrepandi. Og nú bætist við að þeir virðast afbragðsvel til þess fallnir að fljúga.

Hér á eftir fara nokkur myndbönd sem sýna stutta Vitöru (sem er kölluð Tracker í Bandaríkjunum) og Fox (sem hét Samurai í Bandaríkjunum) í stuttum og löngum flugferðum.

Ef þið ákveðið að leika þetta eftir, þá er það ekki okkur að kenna. En við viljum samt gjarnan fá myndbönd af því á bill@mbl.is.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka