Njósnamynd af nýjum Mini Cooper

Mynd af nýjum Mini Cooper gefur ekki mikið til kynna …
Mynd af nýjum Mini Cooper gefur ekki mikið til kynna um útlit bílsins

Að öllum líkindum verður byrjað að selja nýja kynslóð af Mini Cooper á næsta ári. Eins og svo oft áður hefur því skapast nokkur spenna í bílaheiminum fyrir nýja bílnum. Svoleiðis spennu fylgir oft áhugi ljósmyndara á að ná myndum af fyrstu bílunum sem prófaðir eru á götum úti. Sem tilraun til að draga úr ágangi ljósmyndara þá hefur Mini sent frá sér mynd af nýja bílnum, sem sýnir þó ekki mikið.

Þegar Mini sendi frá sér myndina þá fylgdi henni yfirlýsing líkt og Hollywood-stjörnur eiga til að senda frá sér þegar slæmar myndir nást af þeim. Þar sagði að nýr Mini Cooper væri „stjarna“ sem væri að reyna að fela sig fyrir ágangi ljósmyndara. „Algjörlega grunlaus og án farða, náðist mynd af yngsta meðlimi fjölskyldunnar okkar á prívat stundu. Sá ungi var gulur og algjörlega varnarlaus.“ Þar sagði einnig að „myndin endurspeglaði ekki gott útlit Mini Cooper og eins og aðrar stjörnur vissu þá hefðu þessar aðdráttarlinsur þann leiða eiginleika að draga fram allar slæmar línur og lögun.

mbl.is

Bloggað um fréttina