Skriðstillir hættulegur í hálku

Samgöngustofa vekur athygli á því á vefsíðu sinni, að það getur verið mjög hættulegt að nota hraðastilli, sjálfvirkan hraðastjórnun, í bílum þegar vegir eru hálir.

Hætt er við því að ökumenn missi stjórn á bíl sínum með notkun hraðastillis. Segir á vef Samgöngustofu, að dæmi séu um óhöpp og alvarleg slys sem hafa orðið af völdum þess að aka með hraðastilli á í hálku.

Samkvæmt veðurspám mun hlýna um helgina og hiti klifra upp fyrir frostmark víða á láglendi. Það eru kjöraðstæður fyrir hálku og því ástæða fyrir ökumenn að gæta sín vel í umferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina