Ökumaður lenti í kalkúnaárás

Óheppinn ökumaður hjá UPS-hraðsendingafyrirtækinu lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu 30. desember sl., þegar villtur kalkúni réðst að honum.

Kalkúninn elti bílstjórann í kringum bíl frá samkeppnisfyrirtækinu FedEx, líklega hræddur um að hann ætti að enda á borðinu hjá honum á gamlárskvöld

Bílstjórinn slapp þó með skrekkinn, sem betur fer. Atvikið átti sér stað fyrir utan sjúkrahús í Minnesota í Bandaríkjunum, og eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan vakti það mikla lukku í mötuneyti starfsmanna.

mbl.is