Settur í gang eftir 60 ár

Hver kannast ekki við að hafa átt bíl sem er erfiður í gang, sérstaklega ef hann hefur staðið í nokkra daga? Hvað þá í meira en sextíu ár!

Þessi Ford Model T, árgerð 1921, var gangsettur í fyrrasumar eftir að hafa staðið ónotaður í rúm sextíu ár.

Það verður reyndar seint sagt að mótorinn hafi hrokkið í gang, en á endanum gekk hann nú samt. Bílstjórinn þurfti reyndar að nota annan fótinn til að lyfta undir bensíntankinn, sem lá á gólfinu við hliðina á honum.

Engu að síður ættu allir sem hafa verið í svipuðum sporum, með nýrri bíla, að samgleðjast þegar bíllinn loksins fer í gang.


mbl.is