Stærsta bílasýning í heimi í Kína

Stærstu bílaframleiðendur heims voru komnir saman í Peking, höfuðborg Kína, í dag en þar var opnuð ein stærsta bílasýning í heiminum. Fjölmargir bílaáhugamenn og fjölmiðlar fylgdust með „Bejing International Automotive Exhibition“ en til sýnis voru um 1.100 bílar.

Sýningin verður opin almenningi fram á mánudag.

General Motos, Toyota, Volkswagen og Hyundai eru á meðal bílaframleiðenda á sýningunni, eftir því sem fram kemur í frétt AFP um málið.

„Þetta er augljóslega afar mikilvægur markaður fyrir General Motors,“ sagði Dan Ammamm, stjórnarformaður bílaframleiðandans, við fjölmiðla. Hann bætti því við að Kína hefði verið stærsti markaðurinn fyrir bandaríska bíla í fjögur ár, eða frá því á árinu 2010.

mbl.is