Dauðsföllum á vegum hefur fækkað um helming

Klassískir breskir bílar á ferð. Þaðp er ekki að sjá …
Klassískir breskir bílar á ferð. Þaðp er ekki að sjá að öryggisbelti séu í þeim. mbl.is/afp

Dauðsföllum á vegum í Evrópu hefur fækkað um helming á síðustu tíu árum en baráttumenn fyrir bættu umferðaröryggi segja að strangar löggjöf gæti leitt til enn meiri lækkunar og komið í veg fyrir óþarfa dauðaslys.

Samkvæmt upplýsingum frá Samgönguöryggisráði Evrópu (ETSC), sem er óháð stofnun, biðu rúmlega 12.000 manns bana í bílslysum á vegum innan Evrópusambandsins (ESB) og í Sviss árið 2012.

Til samanburðar biðu 28.000 manns bana á vegunum í sömu löndum árið 2001. Þakkar ETSC harðari öryggisráðstöfunum framfarirnar.

Mestar urðu framfarirnar hlutfallslega á Spáni og í Lettlandi. Þar fækkaði dauðsföllum um tvo þriðju á tímabilinu 2001 til 2012.

Sýnu verst er ástandið í Póllandi þar sem 11 manns bíða bana á hverja milljón ekna kílómetra. Til samanburðar er hlutfallið tvö dauðsföll í Bretlandi, Hollandi og Sviss, að sögn ETSC. 

„Það gengur einfaldlega ekki að 12.000 manns deyi enn á hverju ári af ástæðum sem í öllum aðal atriðum er hægt að koma fyrir,“ segir framkvæmdastjóri ETSC, Antonio Avenoso.

mbl.is