Allt klárt fyrir Klausturskeppni

Frá keppninni í fyrra.
Frá keppninni í fyrra.

Klausturskeppnin 2014 fer fram á morgun, við Kirkjubæjarklaustur. Um er að ræða sex klukkutíma þolakstur á mótorhjólum, sem hefst kl. 12.00.

Sigurður Svansson, einn af aðstandendum mótsins, segir að skráning á miðvikudag hafi gengið vel. „Skráningin fór fram hjá BL við Sævarhöfða og mættu um 120 einstaklingar til að skrá hjól sín til leiks. Mikil stemming og eftirvænting er fyrir mótinu en keppnin verður að teljast ein sú skemmtilegasta ár hvert.“

Skráning heldur áfram í kvöld, og sömuleiðis verður tekið við skráningum á Kirkjubæjarklaustri á morgun.

„Mótshaldarar eru nú á fullu að undirbúa keppnina á morgun,“ segir Sigurður. „Ég heyrði í Kela, Hrafnkeli Sigtryggssyni, og hann sagði mér að undirbúningur gengi vel. Akkúrat þegar ég heyrði í honum voru þeir að setja upp 60 fermetra tjald sem verður á svæðinu.“

Á mótssvæðinu verður líka sett upp kynningarsvæði, hvaðan keppninni verður lýst og tilkynnt um stöðuna í hverjum flokki fyrir sig á meðan á keppni stendur. Meðal kynna verður motokrosskappinn Gunnlaugur Karlsson, en kynnarnir sjá líka um að skemmta fólki með glimrandi hressandi tónlist.

„Veðurspáin fyrir morgundaginn er ágæt. Reiknað er með nokkuð skýjuð veðri og dropum einstaka sinnum. Eftir hádegi er búist við um 5 metrum á sekúndu,“ segir Sigurður.

Mótið hefst sem fyrr segir kl. 12.00 og stendur til 18.00.

Frá skráningu á miðvikudaginn
Frá skráningu á miðvikudaginn
Frá skráningu á miðvikudaginn
Frá skráningu á miðvikudaginn
Frá skráningu á miðvikudaginn
Frá skráningu á miðvikudaginn
Frá skráningu á miðvikudaginn
Frá skráningu á miðvikudaginn
mbl.is