Biksvartur Honda Civic

Svarta sérútgáfan af Honda Civic.
Svarta sérútgáfan af Honda Civic.

Honda Civic Black Editioner nýr bíll - sérsmíði - úr ranni japanska bílsmiðsins Honda en myndir af honum voru birtar í vikunni.

Hann verður í boði með annað hvort 1,6 lítra  i-DTEC dísilvél eða 1,8 lítra i-VTEC bensínvél. Dísilvélin fer með aðeins þrjá lítra eldsneytis á 100 kílómetrum og bensínvélin um 5,1 lítra. Þær munu losa annars vegar 94 g/km og hins vegar 145 g/km af koltvíildi.

Eins og nafnið gefur til kynna verður yfirbyggingin öll í gljáandi biksvörtum lit. Hið sama er að segja um allt utandyra nema rúðu- og ljósagler, m.a. verða felgurnar kolsvartar svo  og vindskeið á afturenda

Yfirbragð þessa biksvarta bíls frá Honda er öllu grimmara en hinna hefðbundnu útgáfa Civic. Um leið er það öllu frísklegra og höfðar til yngra fólks sem vill ekki bíl sem ber einkenni bíls af eldri kynslóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina