Börn undir 150 cm ekki í framsæti

Börn undir 1,50 m mega ekki vera í framsætum bíla.
Börn undir 1,50 m mega ekki vera í framsætum bíla. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Börn sem ekki hafa náð 150 cm hæð mega aldrei sitja í framsæti bifreiðar sem búin er öryggispúða.

Þessa ábendingu til ökumanna er að finna á heimasíðu Samgöngustofu. Þar segir að púðinn geti stefnt lífi barna undir þessari hæð í hættu við árekstur.

„Vert er að minna á að þessi regla á við alls staðar sem ekið er, þar með talið á tjaldsvæðum og fáförnum sveitarvegum, óháð þeim hraða sem ekið er á,“ segir Samgöngustofa.

mbl.is