Toyota sýnir nýjan rallbíl

Frumraun GT 86 CS-R3 verður í Þýskalandsrallinu í ágúst.
Frumraun GT 86 CS-R3 verður í Þýskalandsrallinu í ágúst.

Toyota hefur látið frá sér fyrstu upplýsingarnar um splunkunýjan rallbíl, GT 86 CS-R3, sem teflt verður fram í HM í ralli í Þýskalandi í ágúst.

Bíll þessi fer snemma á næsta ári í almenna sölu til rallökumanna sem vilja eignast gripinn.

Í megin atriðum er Toyota GT 86 CS-R3 rallbíllinn áframþróað eintak af R3-sportbílnum. Fjöðrunarkerfi að framan og aftan eru frá MacPherson, hið aftara með tveimur klofspyrnum. HJS keppnispústkerfi og útblástursgrein er undir bílnum og í honum er R3 FIA veltibúr.

Aflið fær bíllinn frá 2,0 lítra fjögurra strokka boxervél sem skilar 240 til 250 hestöflum.



Frumraun GT 86 CS-R3 verður í Þýskalandsrallinu í ágúst.
Frumraun GT 86 CS-R3 verður í Þýskalandsrallinu í ágúst.
mbl.is