2.500 fornir Citroen á hátíð

Eigendur fornra Citroenbíla af hinum ýmsu gerðum og módelum komu saman í Le Mans í Frakklandi og nutu samverunnar innan um 2.500 glæsilegra bíla.

Að sjálfsögðu var efnt til hópaksturs í kappakstursbrautinni frægu við borgina sem frægust er fyrir hinn árlega sólarhringskappakstur sem við hana er kennd. Aukin heldur fara alls konar viðburðir í brautinni frá vori til vetrar.

Samkoman og hópaksturinn gengu undir heitinu „Euro Citro 2014“.
    
Meðal Citroenbíla sem bar fyrir augu í Le Mans að þessu sinni má nefna DS, Traction Avant, TUB, og 2CV. En sjón er sögu ríkari eins og fram kemur á meðfylgjandi myndafjöld.

mbl.is