Litríkur bíll

Gítarar van Halen.
Gítarar van Halen.

Eddie van Halen er meðal fremstu gítarleikara rokksögunnar og gítarsólóin hans sum hver ódauðleg, svo sem í laginu Eruption.

Er bandarískur listamaður að nafni Ryan Humphrey leitaði hugmynda og innblásturs áður en hann réðist í að mála gamlan og þreytulegan Toyota pallbíl datt honum helst í hug gítar van Halen sem fyrirmynd, en Humphrey hélt mjög upp á hann.

Rétt eins og gítarinn litríki varð pallbíllinn öllu líflegri útlits eftir málningu. Hann skar sig það úr að Humphrey þurfti ekki eftir það að hafa áhyggjur af því að finna hann ekki meðal annarra bíla, t.d. á stórum bílastæðum verslunarmiðstöðva.

Meðfylgjandi myndskeið skýrir málið.

mbl.is