Heita ekki lengur Fiat og Chrysler

Fiat Panda Cross.
Fiat Panda Cross. mbl.is/afp

Eignarhaldsfélagið Fiat Chrysler Automobiles í Hollandi hefur skipt um nafn. Í heitinu eru ekki lengur bílamerkin tvö sem félagið á.

Þá hefur nafni Fiat Group Automobiles verið breytt í FCA Italy og hið bandaríska dótturfélag heitir sömuleiðis nú FCA US.

Hingað til hefur skammstöfunin FGA verið brúkuð fyrir eignarhaldsfélagið,  Fiat Group Automobiles. Með nýja FCA nafninu þykir Ferrari hafa fjarlægst rætur sínar í Tórínó á Ítalíu. 

mbl.is