Bílar stórhækka í Noregi

Tesla bílar hafa stórhækkað í Noregi vegna gengislækkunar norsku krónunnar.
Tesla bílar hafa stórhækkað í Noregi vegna gengislækkunar norsku krónunnar.

Á sama tíma og íslenskir neytendur upplifa verðlækkun á bílum vegna skattbreytinga hækka nýir bílar talsvert í Noregi.

Ástæðan er fyrst og fremst gengislækkun norsku krónunnar sem er afleiðing verðhruns á olíu sem menn njóta hér á landi í formi lækkaðs eldsneytisverðs.

Til dæmis um verðhækkanir sem þegar eru komnar fram í Noregi, að nýr Tesla er nú auglýstur á 67.000 norskra króna hærra verði en í síðustu viku.

Þannig kostaði Tesla Model S 60 461.000 norskar krónur fyrir viku en 501.000 nú, sem er 8,70% hækkun. Hækkun Models S 85 og Model S P85D hefur hækkað enn meir, eða 9,8%. Kostar fyrrnefndi bíllinn 574.000 norskra, var 523.000, og S P85D hefur hækkað úr 682.331 krónu í 749.200 krónur.

Í fjölmiðlum í Noregi segir talsmaður Tesla hækkunina alfarið tilkomna vegna gengisfalls norsku krónunnar. Þó ekki bara gengislækkunar síðustu dagana, heldur og til lengri tíma litið. Þannig hafi norska krónan lækkað 26% gagnvart Bandaríkjadollar síðasta hálfa árið.

mbl.is