Þýskir bílsmiðir halla sér að tvinnbílatækni

Porsche Panamera S E-Hybrid er meðal þeirra bíla sem geta …
Porsche Panamera S E-Hybrid er meðal þeirra bíla sem geta boðið eiganda sínum upp á borgarakstur án þess að losa skaðlegar gastegundir út í andrúmsloftið.

Eigi er svo langt síðan almennt var litið á þýsku eðalbílsmiðina þrjá sem full fastheldna í gamlar venjur til þess að hverfa frá bensín- og dísilvélinni. Viðhorfið til Toyota var á annan veg; þar væru á ferðinni vinir vistkerfisins með því að innleiða tvinnbíla.

Nú er þetta að breytast. Toyota er að endurstilla verkfræðimátt sinn með þungri áherslu á vetnisbíla og þýsku bílsmiðirnir einbeita sér að þróun og smíði tengiltvinnbíla. Á það við um Volkswagen, Audi, Porsche, BMW og Mercedes. Úr þessu ættu að koma afbragðs bílar með báðum gerðum aflrása.

Til að mynda geta jafn ólíkir bílar og hinn nýi Audi A3 Sportback e-tron, BMW i8 og Porsche Panamera S E-Hybrid allir boðið eiganda sínum upp á borgarakstri án þess að losa skaðlegar gastegundir út í andrúmsloftið.

Þeir geta einnig boðið upp á kröftuga og ánægjulega ökuferð um krókótta fjallavegi því brunavél í vélarhúsinu losar ökumenn bílanna við áhyggjur af takmörkuðu akstursdrægi sem á við um hreina rafbíla.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina