Ford F-150 stolið mest

Ford F-350 af árgerðinni 2007.
Ford F-350 af árgerðinni 2007. Ljósmynd/Wikipedia

Ford F-pallbílarnir eru mest seldu bílar Bandaríkjanna og hafa verið lengi. Á öðrum lista eru þessir bílar í toppsæti þótt fegnir væru forsvarsmenn Ford að þeir væru þar ekki.

Hér er um að ræða lista yfir mest stolnu bíla Kanada, sem samtök tryggingafélaga hafa tekið saman.

Í Kanada er Ford F í efstu sætum yfir 10 mest stolnu bíla þar í landi árið 2013. Efstur trónir Ford F-350 4wd PU af árgerðinni 2007. Aðrar útgáfur F-raðarinnar voru í öðru, þriðja, fimmta, sjöunda, áttunda og tíunda sæti. Er því ærin ástæða fyrir eigendur álbílsins nýja, Ford F -150, og annarra pallbíla úr F-röðinni að hafa varann á sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina